Dýravinurinn - 01.01.1885, Síða 39

Dýravinurinn - 01.01.1885, Síða 39
33 þótt allir smalar í sveitinni heíðu hjálpaii til, þá hefðu þeir eigi lbetur gjört. Jeg ætla að eins að bæta því við, að jeg hef aldrei verii'i jafn þakklátur við nokkra veru á guðs grænni jörð, eins og jeg var þennan morgun við Sirrahu. James Hogg hefur og sagt merkilega sögu um annan fjárhund. I Peebles var slátrari, sem lijet Steele; hann átti fyrirtaks góða tík, sem var ann- áluð í allri sveitinni fyrir það, hversu hún var góð að reka saman. Slátrarinn hafði svo mikið traust á tík sinni, að hann trúði henni opt fyrir, þó að hann væri langt frá heimili sínu, að reka keilan fjárhóp heim til sín, og fór sjálfur allt annan veg heim í hinum og þessum erindum. Einu sinni var hann í AVillenslee með stóran fjárhóp, sagði hann tíkinni að reka hann heim, og gáði hann ekkert að því, að hún var hvolpafull. Willenslee er nokkrar mílur frá Peebles, þarsem slátrarinn átti heima, og er að fara yfir allvonda hálsa, en vegir þar illfærir og óglöggir. Slátrari fór annan veg heimleiðis. J>á er hann kom heirn um kvöldið, brá honum í brán; tíkin var eigi komin heim meö fjárhópinn. Leizt slátrara eigi á blikuna og bjóst þegar til að leita með syni sínum, og ætluðu þeir sinn veg- inn hvor. En þegar þeir eru að fara af stað, mæta þeir tíkinni með allan hóp- inn og bar hún nýgotinn hvolp í kjaptinum. Aumingja tíkin hafði þurft að fara að gjóta upp á hálsinum. Og er það aðdáanlegt, að hún þrátt fyrir það skyldi geta gætt fjárhópsins, því að alls staðar á leiðinni var fje, sem eigt mátti fara saman við. Steele fjekk samvizkubit, er hann sá, hvað tíkin kafði mátt þola á leiðinni. En hún var þó eigi búin að gjöra allt enn. Eptir að hún liaföi lagt livolpinn á stað, þar sem honum var óhætt, hljóp hún aptur á stað upp á hálsinn, og kom með annan hvolp, síðan sótti hún hinn þriðja og hætti eigi, fyr en hún var komin með alla hvolpana, I hríðum og óveðrum er fjárhundurinn alveg ómissandi, og þá sýnir hann bezt, liversu ágætur hann er. Aðfaranótt hins 25. jan. 1794 kom hin versta stórhríð á Suður-Skotlandi, og kvað aldrei nokkru sinni hafa komið þar jafn- mikill mannskaðabilui’. Óteljandi fjár fórst; margt hrakti í ofsaveðrinu út í ár og vötn og heilar hjarðir fennti. Enginn vissi hvar fjeð var niðurkomið, og fundu menn það fyrst, er snjóinn tók upp, en þá var hver kind dauð. Margir hjarðmenn urðu þá og úti um nóttina. Hríðin byrjaði um kl. 1 — 2 um nóttina með þeim ofsa, að vindhljóðið var líkast þrumum. Um aptureldingu fór James Hogg af stað með ýmsum öðr- um hjarömönnum, til þess að leita fjárins. En hríðin var svo hörð í móti og lamdi þá svo í andlitið, að þeir voru í marga klukkutíma að komast eigi lengri leið, en svo sem svarar stutrám stekkjarvegi. James Hogg vantaði 340 af sínu fje. Daginn eptir lögðu menn aptur af stað, til þess að leita þessa fjár. „Útlitið var eigi fagurt“, segir James Hogg, „og þóttu engin líkindi til, að nokkurri kind yrði bjargað. Alls staðar sáust merki eptir óveðrið. Milli Blackhouse og Dry- hope er djúpur og skógi vaxinn dalur, en hvað há sem trjen voru, sást eigi á nokkurn trjátopp. þá er vjer komum þangað, þar sem fjeð átti að vera, fundum

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.