Dýravinurinn - 01.01.1885, Page 44

Dýravinurinn - 01.01.1885, Page 44
38 Endurgj aldið. álfvaxinn drengur sat á þröskuldi á kúsi; hann hjelt á smurðri brauðsneið í annari hendinni og staf í hinni hendinni. Skammt frá honum lá hundur. „Komdu hingað, greyið! greyið!“ sagði dreng- urinn. !-' |>egar hundurinn heyrði að talað var vinsamlega U til hans, stökk hann upp, lagði kollhúfurnar, dinglaði I rófunni og kom glaður til drengsins. (\ Drengurinn rjetti brauðsneiðina að hundinum, en ( rjett í því er hann glepsaði eptir henni, kippti strákurinn hendinni að sjer og gaf hundinum duglegt högg á trýnið. Aumingja hundnrinn hljóp ýlandi i burtu, en strákur hló skellihlátur. Andspænis í götunni stóð maður við glugga; þótti honum ljótt að sjá til stráks. Hann benti honum að koma yfir til sín og sýndi honum silfurpening, sem hann hjelt á í hendinni. „Langar þig í þennan pening ?“ sagði maðurinn. „Já, kæra þökk!u svaraði drengurinn glaður í anda og hljóp yfir til hans, til þess að grípa silfurpeninginn. En rjett í því er hann rjetti. fram hönd- ina, gaf maðurinn honum vænt högg á hana. Drengurinn fór að gráta: „Hví eruð þjer að meiða mig? Jeg hef ekkert móðgað yður eða beðið yður um að gefa mjer silfurpeninginn!u „Hví lamdir þú hundinn áðan? Hann gerði þjer ekkert illt, og hann bað þig eigi um brauðsneiðina. fúi hefur farið með hann alveg eins, og jeg fer nú með þigu. Drengurinn leit til jarðar; hann fann að honum komu makleg málagjöld. t

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.