Dýravinurinn - 01.01.1885, Síða 47

Dýravinurinn - 01.01.1885, Síða 47
4i hjá honum. Ef hann spurði þá, sem mættu honum, um eitthvað, skrifuðu þeir vanalega svarið í lófa hans, og þótt undarlegt sje, gat karlinn sjer til og sagði setninguna opt, áður en búið var að skrifa hana. Ekki var gott að erta förukarlinn, en þetta gjörðu þó ýmsir strákar; lamdi hann þá í kringum sig með birkilurknum og prikinu, en optast voru þetta * vindhögg hjá honum, og þá skellihlóu strákarnir að honum. Yjer börnin vorum hrædd við hann, en horfðum þó á hann með for- vitni, og þegar gamalt fólk, sem hafði þekkt hann, þegar hann var ungur, sagði eitthvað frá lionum, ldýddum vjer á með mesta athygli. Einu sinni, sagði fólldð, var þessi blindi og heyrnarlausi, andstyggi- legi förukarl laglegur slátrarapiltur; þá hafði hann verið mikill fyrir sjer, og gengið iðulega á veitingahús, spilað og drukldð og verið inikill slarkari. j>á er hami var um fertugt, varð liann allt i einu bhndur, án þess að menn vissu orsökina til þess, og skömmu seinna varð hann lieyrnarlaus. Enn fremur sagði gamla fólkið, að þessi slátrarapiltur hefði verið vondur maður frá barnæsku, og einkum liefði hann verið harðbrjóstaður við skepnur. Hann átti að fiytja lömb og kálfa fyrir slátrárann húsbónda sinn, og átti að aka þeim á vagni, en hann hirti aldrei um að láta fara vel um þau á vagninum, og skeytti okkert um, þó að höfuðin á þeirn nugguðust við hjólin og aumingja skepnurnar væru bæði meiddar og blóðugar; honum var sama, hversu dauðastríð þeirra var langt, og skellti skolleyrunum við öllum ávítum húsbónda , síns fyrir þetta. Á þeim tímum var enn eigi búið, að setja nein lög um það að taka slík illmenni og hegna þeim. Vjer börnin höfðum nú samt þá ímyndun, að karlinn hefði orðið blindur og heyrnarlaus fyrir það, hversu hann fór illa með skepnurnar, og að það væri sýnilegur vottur um, að menn fengju stundum lijer í heimi endurgjald fyrir illverk sín. Svona var skoðunin að minnsta kosti hjá okkur börnunum.

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.