Dýravinurinn - 01.01.1885, Síða 52

Dýravinurinn - 01.01.1885, Síða 52
46 t Kyrnar. pt tala menn fyrirlitlega um kýrnar, en þær gjöra þó margt, sem ber vott um bjálpsemi og þakklæti. Jeg fór einu sinni upp í sveit, og þar sá jegtvær kýr, sem skiptust á um af) sleikja kvor aðra í framan. Jeg varð hissa á þessu og talaði um þetta við bóndann, sem átti kýrnar. „þetta er ekkert undarlegt11, sagði bóndi; „það er mjög vanalegt, að kýrnar hjálpi hver annari. þe.gar heitt er í veðrinu, og flugurnar eru nærgöngular við kýrn- ar, þá kemur það mjög opt fyrir, að kýrnar sleikja hver aðra, til þess að þær geti fengið frið fyrir flugunum11. Einu sinni var maður, sem jeg er kunnugur á gangi úti í liaga og sá þar kú, sem var mjög óróleg og lirædd. Maðurinn geldc að kúnni, kýrin varð eins og fegin og gekk nú á undan lionum, þangað til hún kom að djúpum skurði; niðri í skurðinum var kálfur hennar nær dauða en lífi, og hafði hann dottið ofan í. Maðurinn dró kálfinn upp tir. Nokkrum dögum eptir þetta varð manninum reikað út í hagann, þar sem kýrin var, og kom hún þá á móti honum, eins og til þess að þakka honum. Jeg þekki einnigsöguumnaut, sem enskur bóndi átti; nautið var manneigt, og var það því vanalega bundið. Yið engan mann var nautinu ver en bróður bóndans; ef það kom auga á hann, fór það þegar í stað að bölva og róta upp jörðinni. Einu sinni kom ákaflega mikið þrumuveður, og reið hver þruman af á fætur annari; nautið stóð úti í óveðrinu, rykkti í tjóðurbandið og öskraði i sífellu. Bóndinn bað vinnumenn sína, að láta það inn í fjós, en þeir afsögðu það allir; og varð nautið að vera svona bundið úti í þrumuveðrinu, þangað til bróðir bóndans foks fór út í óveðrið, til þess að láta nautið inn. þegar maðurinn kom, hætti boli ólátunum, ljet vinalega að manninum, lofaði honum að leysa sig og láta inn í fjós, án þess að gjöra nokkuð illt af sjer. þá er maðurinn gekk næsta dag fram hjá nautinu, öskraði það eigi neitt, eins og það var vant áður, þegar það sá hann; hann gekk þá að því; nautið horfði á hann þegjandi og vinsamlega og lofaði honum að klappa sjer. Aður mátti nautið eigi sjá hann, og hefði vafalaust stangað hann til dauðs, ef það heíði fengið íæri á, en eptir þetta var það eins meinlaust við hann og larnb, og þótti vænt um, hvenær sem hann lcom og klappaði því.

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.