Dýravinurinn - 01.01.1885, Page 56
lmndurinn var mjög hygginn; fór þeim að þykja meir og meir vænt um hann,
enda fór hann alveg að skipunum þeirra.
Nokkru síðar kom sótt upp á meðal skipverja, og tóku menn þá það
ráð, að binda pyngju við hálsbandið á hundinum og láta hann safna gjöfum
handa þeim, sem veikir voru. Jack var mjög ánægður með sinn nýja starfa, og
á það að hafa verið skringileg sjón að sjá hann, er hann gekk meðal manna
Jack.
á skipinu, settist á apturlappirnar fyrir framan skipverja og sníkti. Haim
hefur safnað 50 Lst. (900 kr.), sem hefur verið skipt bæði meðal sjúklinga
á skipinu og ekkna og barna þeirra, sem dáið hafa af skipverjum. það er ein-
kennilegt við hundinn, að hann biður aldrei fátækt fólk, heldur að eins vel
klædda menn um styrk.