Dýravinurinn - 01.01.1897, Page 5
3
boðið, opt meira en vera þart'. Húsdýrin verða yfirleitt harðara úti í þessu
ef'ni en flest önnur dýr; þegar þau eignast afkvæmi, er það optast nær tekið
undau móðurinni, ýmist undir eins eptir fæðinguna, eða þegar það er lítið
eitt komið á legg. Vegna gagnsmuna þeirra, sem mennirnir vilja og þurfa
að hafa af þessum dýrum, eða til að af'stýra ofmikilli fjölgun þeirra, hlýtur
þetta þannig að vera. En i hvert skipti, sem þvilikar fráfærur ltoma fyrir,
þjáist móðirin af söknuði og óvndi, lengri eða skemmri tima á eptir, út af missi
afkvæmis síns; sömuleiðis afkvæmið, þegar það annars fær að lifa. Það ætti
því ekki að mega minna vera en að menn sýndu þessum dýrum sínum þá
nærgætni, að taka afkvæmin þannig f'rá mæðrum sinum, að hvorutveggja yrði
skilnaðurinn sem ósárastur, sem og getur orðið með því, að forðast öll ónauð-
synleg hörkubrögð við dýrin, meðan á þessari athöfn stendur, og með því að
fara svo vel með þau á eptir sem kostur er á, og sýna þeim gott atlæti; en
þessa er jafnaðarlega allt of lltið gætt, og einstöku dæmi sýna, að sumir
menn svífast þess ekki, að misþyrma á hryllilegasta hátt þessari heitu til-
finningu dýranna, móðurástinni. Ef menn vildu setja sig í spor dýranna,
mundu menn verða varkárari, og aldrei mundi þess þá heyrast getið, að tnenn
fremdu jafn-viðbjóðslegan verknað og þessar tvær sögur skýra frá:
Bóndi einn i Húnavatnssýslu átti hryssu með nýköstuðu folaldi; hún
var skammt írá bæ hans. Einu sinni gekk bóndi út i haga til hryssunnar,
og ætlaði að drepa folaldið að henni ásjáandi. Þégar bóndi hafði náð folald-
inu, og ætlaði að fara að Hf'láta það, kom hryssan hlaupandi og rjeðst að
bónda og sleppti hann þá folaldinu og tók til fótanna undan, en hryssan elti
hann, sneri sjer við og sló svo hátt og títt, að bóndi sá þann einn kost til
undankomu, að fleygja sjer niður; skreið hann svo á fjórum fótum frá hryss-
unni, en hún fylgdi eptir og sló í ákafa, en höggin lentu fyrir ofan bónda.
Þetta gekk heim undir tún. Þar hætti hryssan að fást við bónda. Þakkaði
bóndagarmurinn sínum sæla, að hann komst óskemmdur heim, og reyndj ekki
framar að drepa undan hryssunni.
Sú lijátrú hefir gengið meðal alraennings, að hryssur, sem folöld eru
drepin undan að þeim áltorfandi, eigi ekki folöld framar; en ekki hefi jeg
heyrt, hvort sá muni hafa verið tilgangur bónda með þessu að láta hryssuna
horfa á, meðan hann dræpi folaldið.
A bæ eirium hjer norðanlands sýktist kýr eptir burð. Var bóndan-
um þá ráðlagt, að skera kálíinn uppi í básnum hjá kúnni, svo hún sæi, og
Láta hana síðan drekka blóðið; mundi henni þá batna. Bóndi gjörði þetta, en
hvort honum hefir orðið að trú sinni veit jeg ekki.
Það er optar hjátrú eða hugsunarleysi, fromur en bein þrælmennska,
sem kemur mönnum tii að fremja á skepnum sínum slíka meðf'erð, sem hjer
hefir verið lýst. En þó að það lýsi einf'eldni manna, að þeir skuli leggja
1*