Dýravinurinn - 01.01.1897, Side 6

Dýravinurinn - 01.01.1897, Side 6
4 trúnaö á ýrasar hjegiljur, þá er það þó sök sjer; en að raönnum skuli þykja tilvinnandi að reyna við skepnur sinar þessi illmannlegu Lokaráö hjátrúar- innar, er vottur um sorglegan skort á mannúð. Hugsunarleysi manna með skepnur er líka óafsakanlegt. Það sýkrrar raenn lítið, að freraja það, sem skaðlegt er og rangt raóti betri vitund, þó að það sje gjört í hugsunarleysi. En flestir menn eru að eðlisfari þeim andlegum hæflleikum búnir, að þeir vita vel, að skepnunum vegnar vel eða illa eptir því, hvernig með þær er farið. Meðferð hundanna. I daglegu tali er vanalega kallað, að sá sem hefir illt atlæti og fær varla í sig eða á, eigi «hundaæfi«, lifi »hundalífl« o. s. frv.jsömuleiðis er ýms hrakningameðferð kölluð hundameðferð, og þegar einhver verður fyrir verstu illyrðaskömmura, er kallað, að hann sje hundskammaður, og þykir þá langt til jafnað. Þessi orðtök benda á, að það sje engin sældaræfi, sem liundarnir eiga, eða að minnsta kosti að þeir einhvern tíma hafi átt við ill kjör að búa. Það er ekki heldur óalmennt, að hundarnir verði að þola þessa illu meðferð að meira leyti eða minna. Auðvitað er sumstaðar farið vel með hunda, en allt of víða hafa þeir að öllu leyti illt atlæti, og margir eru þeir hundaeigendur, sem hirða ekki mikið um að láta hundunum sinum líða vel, hafa engar gætur á því að þeir fái mat eptir þörfurn, tala aldréi til þeirra aukatekið orð, nema þegar þeir skipa hundunum eitthvað með harðri hendi, eða atyrða þá, þegar þeim þykir hundunum hafa tekizt eitthvað miður en þeir hafa ætlazt til. Marga sneypuna fá hundarnir líka fyrir alls ekkert, og lýtur opt svo út, sern mörgum hafi aidrei hugkvæmzt neitt um það, hvort hundarnir eigi nokkurn rjett á sjer eða ekki. Þegar þess er gætt, hversu illt atlæti hundarnir eiga almennt og hversu afarlítil rækt er lögð við að gjöra þá nokkru nýta, má furða þykja, hversu gagnlegir þeir eru, en er mest því að þakka, hversu hundarnir eru starffúsir og tryggir að upplagi. * Opt hafa menn hunda með sjer á ferðalagi, einkum þegar menn eru á ferð með hesta eða fjárhópa; erú hundarnir þá mjög þarfir húsbændum sfnum og iiggja sjaldnast á liði sínu. Þegar ferðamenn koma við á bæjun- um og þiggja þar góðgjörðir, er sjaídnast neinu bugað að veslings-hundunum, þó þeir sjeu bæði þreyttir og svangir. Fiestir hundar eru svo tryggir, að þeir reyna að missa ekki sjónar á hverju einu, sem húsbóndi þeirra hefir með- ferðis, svo sem hesti hans, reiðtygjum, utanhafnarfötum, eða hverju því, sem þeir búast við að maðurinn taki með sjer, þegar hann leggur á stað. Meðan mennirnir standa við, liggja rakkarnir því opt úti hjá farangri þeirra, þó að hregg og kuldi sje. Þó að menn standi við á fleiri bæjum yfir daginn, geng- ur það opt svo, að hundarnir fá hvergi nokkra hressingu, hversu sem þeir

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.