Dýravinurinn - 01.01.1897, Síða 11
9
á rnilli, þar sem þau lifa og búa saman eins og vera ber. Énn það er því
miðr ofmjög, sem vill bera út af þvi, einkum hér á landi. Menn vilja eiga
svo margar skepnur, sem unt er, og færa sér þær í nyt; það er bæði eign
og gróði í þeim, og svo er það og skemtun að eiga þær. Enn það er ekki
nóg að eiga þær — það verðr og að annast þær, fara vel með þær, láta
þeim líða vel.
Þvi er við brugðið, hvað Arabar eiga góða hesta; það eru skilyrðis-
laust fegrstu og beztu hestar í heimi, hestarnir þeirra; enn það er líka hvergi
í allri veröldinni farið jafn-vel með þá og þar. Þeir velja hestum sínum in
fegrstu og beztu gælunöfn sem þeir eiga til, og tala við þá eins og dauðást-
fanginn maðr, sem er að ganga eftir fegrstu skartmey; þeir klappa þeim og
strjúka þá, núa þá með þurkum, og nudda þá, svo að hárið liggr slétt eins
og spegill; þeir láta þá liggja í tjaldi sínu, breiða undir þá ábreiður og ann-
ast þá eins og sjúklinga; engum Araba dettr i hug að láta sér verða að borða
eða hvíla sig fyrri enn hann hefir séð um hestinn sinn, strokið hann og fóðr-
að; og það er víst, að fremr fær hestrinn brauðbita enn konan og börnin —
og enda sjálfr eigandinn. Svona hefir það verið þar lijá þeim frá alda öðli,
enda er þar ið göfugasta hestakyn í heimi, og helzt það þar altaf við. Arab-
inn elskar hest sinn jafnt eigin lífi sinu — og hestrinn eiganda sinn; það er
svo öflugt samband kærleikans þeirra á milli, eins og á milli manns og manns
getr heitast verið, eða á milli manns og hunda. — Hestar Araba eru einnig
greindustu hestar í heimi; sumir hafa enda viljað segja, að þeir hefðu manns-
vit, og má það til sanns vegar færa, eftir því sem sögur segja, og að minnsta
kosti er það vist, að þeir skilja margt í tungu Araba, sem við þá er talað,
hvort sem það er af því að betr vita, hvað í hljóðinu liggr, eða þeir skilja
orðin.
Þegar Arabar lögðu Spán undir sig fvrir nærfelt 1200 árum, fluttist
þangað með þeim ið ágæta hestakyn þeirra. Svo sem kunnugt er, réðu Arabar
miklu af Spáni riær 600 ára, og höfðu aðalsetr sitt í Granada í Andalúsíu.
Dreifðust þá hestar þeirra þar mjög út; kyn þetta var þar eftir, þegar Arabar
voru flæmdir þaðan í lok 15. aldar, og var lengi haft í hávegunr; enn Spán-
verjar eru allra manna latastir og hirðulausastir, og hefir því hestakyn þetta
ið andalúsiska mjög úrætzt nú á sfðari öldum.
Þegar hestakyn þetta heflr mist hina ágætu hirðingu frumþjóðarinnar,
heflr það farið að missa ágæti sitt; eftir því sem betr og vandlevara er með
það farið, þvi betr heldr það kostum sinum. Þessi dæmafáa elska milli dýrs
og manna lieflr hafið ágæti skepnunnar, og gert hana ómetanlegan dýrgrip,
svo að jafnvel sumir hinir beztu gæðingar Araba hafa ekki getað orðið metnir
til verðs. Þeir vilja ekki selja þá fyrir það, þó að enda miljónir sjeu í boði.
Þeim finst, ef þeir selji hestinn sinn, að þá selji þeir lika lífið úr brjósti sér.
2