Dýravinurinn - 01.01.1897, Síða 17

Dýravinurinn - 01.01.1897, Síða 17
ur að Réttartungu og sat Lappi þar lijá þeirri ánni, sem Jón hefti, og fagn- aði húsbónda sinum með mestu gleði og alúð. Fleira er af Lappa viturlegt að segja, en þetta þjTkir nóg til að sýna gagn og greind lians. Vel hæfir að segja frá því, hvernig Lappi er í sjón. Hann er lieldur stærri en meðalhundur, svartur á lit, með hvíta bringu og framlappir, al- sporaður, snögghærður, þétthærður og gljáandi, með standandi eyru, sivalur, léttilegur, viturlegur og athugall; einsýnn fyrir elli sakir og heyrnardaufur, sem íyr hefir sagt verið; enda orðinn 9 ára og marga svaðilför farið um ævina. Saga þessi er rituð eftir frásögu Jóns bónda Marteinssonar á Geira- stöðmn, sem átt hefir Lappa frá því hann var hvolpur. Þekki ég Jón vel þar sem við erum jafnaldrar og höfum oft nágrannar verið; er Jón aðgætinn maður, greindur og ólyginn, og hygg ég hans sögu í alla staði merkilega og sanna. Þorgils gjallandi. Smásögur. Eptir Ólaf Ólafsson frá Lundi. Tík kennii* hvolpum. orið, sem jeg byrjaði búskap, fór Hjörtur Hansson búfræð. á Börustöð- um til mín sem vinnumaður; fylgdi honum þá tík, er kölluð var Hetta, af- bragðs fjárhundur; en alveg var hún ónýt að reka hross; væri henni sigað á þau, skreið hún jafnan að fótum þeirn, er ætlaði að senda hana, svo sem vildi hún í allri auðmýkt skorast uudan því verki. Seintii hluta vetrar næstan eptir átti hún hvolpa og voru tveir af þeiin látnir lifa. Þegar þeir stálpuðust, fór hún að hugsa um að búa þá undir iífið; herini datt náttúrlega ekki i hug að láta þá »studéra«, en hana langaði til að gjöra þá að nýtum fjárbundum eins og hún sjálf var. í þessum tilgangi tók hún þá bersýnilega til kennslu. Ljet hún þá fyrst elta sig út fyrir og kringum túnið; hljóp á undan þeim

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.