Dýravinurinn - 01.01.1897, Qupperneq 22

Dýravinurinn - 01.01.1897, Qupperneq 22
18 bæ, hljóp hún því beina leið heim að bæjardyrum rneðmiklu, skerandi öskri; stóð hún þar langan tíma og horfðu margir á, að tár runnu ótt og títt ofan vangana. Hún v.ar gröm, grenjaði af sorg að heimta afkvæmi sitt, er hún unni svo heitt, en liafði nú verið svipt; í nokkra daga á eptir kom hún á hverjum morgni heim að bæ og stóð þar stundarkorn öskrandi; hún er ekki gleymin. Ekki leit hún það sumar, sem eptir var, við hinum kálfinum, enda var hún ein og utan við sig. Næsta sumar kom og leið; kálfar voru með kúnum; en ekki sinnti Kola þeim. Næsta vetur var aptur látinn iifa kálfur, er hún átti; þá fyrst náði hún sjer aptur, og þegar sumarið kom, fór hún á ný að hugsa um kálfana og annast þá eins og fóstra. Blesi og Smali, -.A jólafösturmi veturinn 1889, seinna árið, er jeg var á Hólum í Hjaltadal, var jeg sendur út á Hofsós með 3 hesta undir reiðingi. Jeg lagði snemma á stað um rnorguninn í góðu veðri. Færið var ágætt, drifahjarn yfir allt; þó var skrofað á stöku stað, þar sem vatn hafði hlaupið undan ísnum. Skugg- sýnt var, og teymdi jeg því hestana á eptir rnjer. Blesa hafði jeg næstan mjer, því að hann var stirður í taumi, en að öðru leyti var hann allra bezti hest- ur og duglegur. Þegar jeg kom út á ísana fyrir utan Kolku eða Kolbeins- dalsá, dimmdi enn meir uppi yfir. Jeg komst í vatnságöngur og skrof, en virtist þó ísinn alltraustur. En allt í einu veit jeg eigi fyrri til, en Blesi sökk- ur ofan í upp í taglhvarf. Mjer varð þá býsna bilt við, leysti hestana sundur og fór að reyna ísinn. Hann var traustur allt í kring, en liesturinn hafði hitt á dý, er að eins var bemað yfir. Jeg reyndi nú til að fá Blesa til að gera tilraun til að komast upp úr, en harin hreyfði hvorki legg nje lið, og sat sem fastur væri. Jeg sá þá, að eigi raáfti svo búið standa og hugði því að fara heim að Óslandi og fá þar mannhjálp til að ná hestinum upp úr. Þangað var hjer um bil hálfrar stundar hlaup. Annað gat jeg ekki gert úr því, sem komið var. Aður en jeg fór á stað, tók jeg í tauminn á Blesa, en það kom fyrir ekki. Jeg lagði því á stað. En þegar jeg hafði gengið 10—12 skref, hneggjar Blesi svo einkennilega, að jeg leit við og nam staðar. Jeg sje þá,

x

Dýravinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.