Dýravinurinn - 01.01.1897, Blaðsíða 23

Dýravinurinn - 01.01.1897, Blaðsíða 23
að hann' horíir til mín, svo að jeg geng aptur til hans. Augnaráðið var svo einkennilegt og áhyggjufullt, að mjer duldist ekki, hvað hann vildi að jeg skyldi gera. Það var eins og nýtt lífsafl færðist um hann, og hann sýndi þess ljós merki, að hann vildi komast upp úr. Jeg greip því í'tist í tauminn, og sýndi að jeg var reiðubúinn að hjálpa honum og á svipstundu var hann kom- inn uþp á ísinn, heill á húfi. Mjer þótti ógn vænt um að hesturinn var kom- inn úr allri hættu, og engu síður sá jeg sömu merki á honum. Því næst hjelt jeg áfram ferð minni. og gekk hún vel úr þvi. Atvik þetta sýnir glöggt, að Blesi hafði vit á og sá, að jeg lagði á stað frá honum, að jeg ætlaði að skilja við hann, en það gat hann eigi þolað. Þess vegna gerði hann mjer bendingu um að jeg yrði að hjálpa sjer; nú vildi hann gera það sem hann gæti, nú sá hann að hjer var að tefla um líf eða dauða. — Einu sinni átti jeg fjárhund, sem jeg kallaði Smala. Það var allra lag- legasti hundur, svartur að lit með hvitan díl í rófunni, frár á fæti og hinn þrifalegasti. Hann var fyrirtaks fjárhundur og mátti senda hann langar leið- ir að sækja kindur; hann fór jafnt á stað, þó að hann sæi þær ekki, og hætti eigi fyr en hann fann þær. Hann fyigdi rnjer jafnan, og ef það bar við að hann yrði eptir heima, þegar jeg fór eitthvað, kom hann langar leiðir á móti mjer og ætlaði þá fagnaðarlátunum aldrei að linna. Ef jeg fór yfir ár á ferju, lagði hann jaf'nan út i á eptir, og liætti eigi fyr, en hann náði bátnum eða að honum var róið, og hann innbvrtur. En eitt sinn ætlaði honum að verða hált á því. Jeg var sendur til Revkjavíkur með brjef, eptir veturnæturnar, og hafði jeg Sraala með mjer. .Jeg fór yfir Ölfusá hjá Laugardæluiu. Isskar- irnar voru beggja vegna við ána og flug í henni. Þegar jeg kom að ferju- staðnum, kallaði jeg 1 Smala til þess að lofa honum að vera í bátnum, en þá sá jeg að hann hafði orðið eptir í Laugardælahverfmu, svo að hann lieyrði eigi köll min. En þegar við komum að ytra landinu, heyrðist til Smala á eystri árbakkanum. Það var farið að rökkva, svo að ferjutnaðurinn var ó- fáanlegur til að sækja hundinn austur yfir. Jeg varð því að sætta mig við það sem komið var, en bað manninn að kalla á rakkann heirn með sjer og lofaði hann því. En það gekk eigi vel; jeg heyrði geltið í hundinura lengi vel á eptir. Jeg svaf illa fyrstu nóttina eptir og var einlægt að dreyma hund- inn. En af honurn er það að segja, að hann lagði í ána um kveldið og lenti eptir töluverðan hrakning í eyju neðan við ferjustaðinn. Þar var hann svo um nóttina. En um morguninn fór maður sá, er flutti mig, að skygnast eptir Smala og sjer þá, hvar hann er niður kominn. Ilann fer síðan heim og ætl- ar að fá mannhjálp til að ná hundinum, en á leiðinni ofan að ánni mæta þeir honum. Sraali hafði þá iagt til sama lands, er svo mikið tók að birta, að hann sá til. Þetta sama kveld, sem jeg fór til Reykjavíkur, kom jeg að Þor- leifskoti í Laugardælahverfinu, og stóð þar við. Þangað fór Smali um morg- 8*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.