Dýravinurinn - 01.01.1897, Page 24

Dýravinurinn - 01.01.1897, Page 24
20 uninn, og snuðraði þar í hverri krá og kirnu, og hjelt síðan heim. Þessari leit hjelt hann áfram meðan jeg var í ferðinni, kvöld og morgua. Þannig sagði mjer seinna Guðni Felixson, er þar bjó þá, sannorður maður og vand- aður mjög. Jeg kom seint um kveld heim til mín, og var þá Smalí nýkom- inn úr leitarferð sinni. Hann fagnaði mjer, sem vandi hans var, og svo var hann fylgispakur mjer lengi eptir þetta, að jeg mátti ekki svo um þvert hús ganga, að hann væri ekki áhælum mjer. Smali dó í hárri elli, og þótti jafnan fyrirtaks hundur, að tryggð og viti. tíigurður Sigitrðsson, búfræðingur. Skuggi, Weir höfðu búið saman 15 veturna og orðið vinir við þá sambúð. Oft hafði sitt sýnzt hvorum, og oft höfðu þeir verið harðleiknir í við- skiftunum. Skuggi vildi lifa lífiriu, njóta frelsis og nautna; leika í hrossasollinum á sumrin, án þess að hirða minnstu vitund um neina vinnuskyldu. Hann var nokkuð einlyndur og þrár; ekki gjarn á að láta af því, sem hann tók í sig; hafði sérlega löngun til að bragða á töðunrri, þegar túnið var í gróindum; þótti gaman að smakka heyin á haustin, án þess honum væri boðið það; en umgengnihans virtist ekki sem allra þrifalegust né hagsýnust. Skuggi virti einkis, þó rakkarnir gjömmuðu um þessar tiltekjur hans, og átti auk heldur bágt með að láta að skipun mannanna, hversu þrálát og hörð sem hún var. Einmitt af þvi honum virtust mennirnir meinsamir og harðir, átti hann svo ervitt með að hlýða. Að þessari háttsemi Skugga geðjast bóndanuum á Brú miðlungi vel; Steinari rann oft í skap við klárinn. En það var ekki nema í svipinn sú reiði. Steinar kunni því illa, að mega ekki bjóða reiðskjótanum sínum nokk- uð harða reið; vildi hann bæri sig fljótt yfir; var ekki ánægður með, að sam- ferðamennirnir þyrftu að blða eftir sér né hestinum sinum. Skuggi vandist löngu sprettunum og hann þoldi það líka; hann var

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.