Dýravinurinn - 01.01.1897, Qupperneq 25
21
kappsamur og þrásækinn við þá; það gerði honum ekkert þó margir kölluðu
hann ýmist »horhund« eða »hordálk«, hann sótti því fastara á, að »renna í
köpp« við selfeitu fallegu reiðhestana; það fundu þeir full-glöggt sjálfir, og
það vissi Steinar líka.
Skuggi bar ekki þunga þykkju til hans fyrir löngu sprettina; viðbúðin
var vanalega vingjarnleg og fóðrið notasælt og hugkvæmt.
Þeir buðu hvorir öðrum hart, því skapið var strítt hjá báðum; en þeir
sættust fijótlega, fyrirgáfu og voru vinir samt; það var ekki nema stundar-
missætti milli þeirra.
Skugga varð ekki bilt við að hlaupa míluna i strokandi sprettinum,
þegar sá dutlungur datt í Steinar, að heimta það; og Steinar sá ekki eftir
mjólkursopanum til að hressa hann á eftir hlaupin, ekki heldur eftir töðu-
tuggu né öðru úrvalsheyi til að gæða honum með.
Og aldrei datt Steinari í hug, að láta Skugga úr eigu sinni, þó kunn-
ingjarnir ráðlegðu honum það í beztu meiningu; þeir töldu hann ófóðrandi
þurftargám, sem aldrei ynni fyrir mat sínum.
En Steinar sat við sinn keip og brallaði ekki klárnum, hvað sem kunn-
ingjarnir sögðu. Hann var sjálfur kunnugastur málavöxtunum; hafði reynsl-
una sín megin.
Steinar gekk að húsinu, lauk þvi upp og bar ilmandi hey fram i stall-
inn; Skuggi tók listarlega til tuggunnar, lionum bitu tennurnar enn þá, þó
hann tvítugur væri.
Steinar stóð þar hjá honum um stund, virti klárinn fyrir sér og klapp-
aði honum þess á milli; Skuggi hafði aldrei feitur verið á haustin, en það voru
fráleitt minni hold á houum nú, en þegar hann var ungur.
Það var margt, sem rifjaðist upp í huga Steinars; margar samveru-
stundir þeirra, mörg svaðilför, sem Skuggi hafði sýnt léttleik og þol:, og ald-
rei verið kappsamari né liprari en einmitt seinast. Hann minntist þess, hvern-
ig hann hafði leikið við hann með fóðrið fyrsta vetúrinn; hvernig þessi beygju-
legi foli þreknaðist og stæltist; livað honum sjálfum þótti vænt um vorið eftir,
þegar folinn lofaði því, sem hann aldrei síðan sveik, að verða léttleika hestur
með drjúga lund og afbragðs-brjóst. Og þess, þegar hann reið honura í vor-
göngurnar; elti bálstyggt féð í aurunum og grjótklungrinu; hvað klárinn var
þá ákafur og slyngur, að sigra hvern hópinn eftir annan. I þeirri ferð voru
þeir full 5 dægrin, og allan þann tíma varð Skuggi að svelta heilu og hálfu
hungrinu, hrossahagar voru sarna sem engir, bara heyið og deigið að heiman,
til að halda i honum þróttinum. Aðeins nóttin, sem þeir máttu hvilast heima;
daginn eftir varð Steinar að riða honum á héraðsfund — hann hafði ekki
mörgum á að skipa þá — og klárinn fékk góða hressing nóttina sem hann