Dýravinurinn - 01.01.1897, Síða 34

Dýravinurinn - 01.01.1897, Síða 34
Trjágreinar, mosatægjur og blóðugt fiður hjengu á hvössu hyrnunum í hamrinum. Hreiðrinu hafði verið hrundið og unganum rænt; hann sem nú á hverj- um degi hafði reynt vængi og klær á stærri og meiri bráð —- unginn var horfinn. Örnin beindi fluginu bærra og hærra, loks gátu hamrarnir ekki leng- ur ómað óp hennar og þögnin ríkti eins og áður. Hún leið í hringum og skyggðist um. Snögglega dundi og hvein loptið yfir höfði tveggja manna, sem gengu eptir skógarstígnum, lengst niður frá. Annar þeirra bar vandlaup á bakinu og fjötraðan arnarunga i. Meðan þeir fjelagar gengu rnílu eptir milu, niður veginn til reisulegs bæjar efst í dalnum, leið örnin hátt yfir höfði þeirra aðgætin og varkár. Gegn um skýjarofið sá hún með hvössu augunum, hvernig fólkið þyrptist utan ym vandlaupinn, sem stóð á túninu. Allan daginn sveif hún þar uppi. I húminu leið hún niður að bæjarreyknum; og í myrkrinu heyrðu menn undarlegt nístandi org í loptinu. Þegar sólin blessuð roðaði fyrstu rósina í austri morguninn eptir, þá leið hún enn þar uppi yfir og hugði hvössum sjónum niður á bæinn. Hún starði á, hvernig bræðurnir tegldu rimarnar í hlaðvarpanum. Nokkru seinna um morguninn báru þeir svo búrið út á túnið; hún sá glöggt, hvernig unginn lamdi vængunum, hjó með bjúga nefinu og barðist fyrir frelsinu. Búrið stóð þarna eitt saman; það sást enginn maður. Sólin steig hærra. og hærra; hitinn varð megn um hádaglnn. Örnin leið í geysimiklum hringum bak við skýin og sá hverja hreyf- ingu ungans; hvernig hann teygði fram nefið, reif með klónum i rimana og orgaði. Það leið að nórii. Enginn lifandi skepria var hjá búrinu; svo kom guli kötturinn syfjað- aður og geispandi frá sólvörmum húsveggnum, gekk liáltragur kringum búr- ið og beygði kryppuna meðan hann svalaði forvitni sinni. Eu örnin leið hægt og gætilega þar uppi, bak við skýin. líún var forsjál að eðlisfari, og grunaði að kyrrðin niðri á túninu væri ekki sem tryggust. Örnin hafði svo mörg ár svittð yfir dalnum, eins og blóðug Jtollplága, sem sjálf ræður hvenær hún tekur tekjurnar sínar, að hún hafði hvorttveggja reynsluna og gruninn ura hættuna; mundi eftir ótal snörum, sem höfðu ver- ir lagðar fyrir hana, lostætum dýrum og veiðimönnum i leyni, hvininum og

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.