Dýravinurinn - 01.01.1897, Page 36
28
Bleiksokki.
veinn sál. Þorleifsson, í'aðir síra Jóns í Görðura á Akranesi, bjó lengi
á Snæringsstöðum í Svínadal; hann átti bleiksokkóttan áburðarhest, með hann
fór hann á hverju surari lestaferð suður á land og svo þar á eptir í 2 kaup-
staðarferðir út á Skagaströnd, en næsta sólarhring eptir að hann kom úr
hinni síðari kaupstaðarferð, strauk hann ætið fram á Kúluheiði og hélt sig
jafnan þar á sömu stöðvum með svo kölluðu Áfangafelli. Við fell þetta liggja
gangnamenn Auðkúluheiðar fyrstu nótt eptir að þeir fara úr bygð; varð þá
Sokki jafnan var við ferð þeirra, tók til fótanna og setti sig heitn, og var
jafnast kominn það daginn eptir og er þó vegalengdin meðaláfangi. Sumar-
ið 1858 var ekkert fé vegna fjárkláðans rekið á Kúluheiði og því ekki það
haust farið í göngur, en þá gátu ekki gangnamenn sagt Sokka til, enda kom
hann ekki það haust fyr en snjór og hríðar fóru að koma. Eitt sinn vildi
svo til að Sveinn sál. fór ekki með Sokka nema eina kaupstaðarferð eptir að
hann kom úr lestaferðinni að sunnan, en þá fór Sokki ekki fyr en kotnið
var fram á engjaslátt, ert kom þó heim að haustinu á sama tíma og hann
var vanur. Það lítur svo út sem hesturinn hafi ekki álitið sér heimilt að
fara á heiði fyrr en búið væri að brúka sig 2 kaupstaðarferðir, og að hann
þyrfti heim fyrir réttir til haustbrúkunar.
Saga þessi er áreiðanlega sönn; jeg heyrði Svein sál., sem var áreið-
anlegur og sannorður maður, segja haua. .Teg ólst upp á næsta bæ við Snær-
ingsstaði og man jeg þó ungur væri eptir hesti þessum, sem var mesti stólpa-
gripur og með langstærstu hestum; líka heyrði ég talað um, hvað hestur þessi
hagaði sér viturlega.
Ingvar Þorsteinsson.
Lambiö Sníya.
/^y^auðurinn er að almannarómi heimskur, þótt forustusauðir hafi opt sýnt
frábært vit. Það virðist að vera undarlegt, að ærnar eptir lítinn tíma þekkja