Dýravinurinn - 01.01.1897, Qupperneq 38

Dýravinurinn - 01.01.1897, Qupperneq 38
30 Rjúpan lapparbrotna. i.áttúran var fremur grett i framan þar sem ég var alinn upp. Beggja megin dalsins gnæföu hrikaleg fjöll, grá og gróðurlítil, með óteljandi hillum og skorum, sem stormar og lækir höfðu nagað inn í bergið. En dalbotninn var þakinn stálgráu brunahrauni, sem hrafnalyng og gamburmosi byggðu. Eg hafði víst eigi sérlega glöggt auga fyrir skrautgripum náttúrunnar. Það hefir ef til viil stafað frá áhrifum þeim, sem þessar steingjörvu trölla- myndir, sem stöðugt ginu við sjón minni, höfðu á mig í æsku. Þó man ég, að ætið glaðnaði yfir mér á vorin, þegar gráendurnar komu á lækina, sem kvisluðust hvervetna undan hraunröndinni. Auðvitað lá þar dálítill fiskur und- ir steini. Eg vissi að ekki myndi líða á löngu, að þær færu að verpa og ég að ffnna eggin þeirra. Og þau runnu rnér æfinlega fyrirstöðulaust um kverk- ar, jafnvel þó grátstafurinn stæði þversum í þeim. Þegar leið fram undir krossmessuna sáust einmana steggjar á lækjun- um, sem snéru sér að hraunröndinni og görguðu einkennilega. Þeir voru að kalla á konur sinar, sem lágstar voru á egg í hraunholunum. Hrafnarnir vissu líka hvað tímanuin leið. Þeir flöktuðu yflr láglend- inu, fleygðu sér niður og komu með egg í nefinu. Svo flugu þeir beina leið í gilin, sem árnar höfðu sagað inn í hamrahlíðarnar, því þar hötðu þeir búið urigum sinum hreiður. Þeir höiðu skörð í vængina, eins og flestir eggjahrafn- ar hafa, og þaut ónotalega í þeim á fluginu. Pig var ekki nærri því eins fundvfs á eggiri og hrafnarnir. Eg veit ekki hvort það var af því, að ég þóttist verða undir í þessum leik, eða fyrir þá sök, að ég þættist vera maklegri til að njóta þessara gæða en hrafninn, ég sern var gott barn, las versin mín á hverju kveldi, eri harm lagðist á lömb- in og hjó augun úr kindunum, — en hvernig sem ég hugsaði það, þá var það víst, að ég mændi iöngum augurti ef'tir þeim, þegar þeir flugu upp í gljúfrin og óskaði að ég væri fleygur eins og þeir, svo ég gæti tekið af þeim her- fangið og þá sjáífa af lífl. Svo fór ég að hugsa um það, hve sárt það hlyti að vera fyrir veslings-eggjamæðurnar, að vera aldrei óhultar um eggin sírr fyrir þessum ræninfjum og horfa stundum á þegar þeim væri rænt. Og ég skildi ekkert í því, hvers vegna guð létí þetta gauga einmitt svona til, en ekki einhvern veginn öðruvísi. Svo var það eitt vor að tíðin var óvaualega góð Endurnar voru farn- ar að verpa utn sumarmál; og það var fádæma mergð af rjúpu, Þær sátu jafnvel á eldhússtrornpunum og bæjardyrabustinni á morgnana, þegar komið var á fætur.

x

Dýravinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.