Dýravinurinn - 01.01.1897, Síða 39

Dýravinurinn - 01.01.1897, Síða 39
31 Eg gekk við lambærnar með Jóni smala þetta vor. Hann var nokkr- um árum eldri en ég, og f'ylgdi ég honum eins og spakur rakki. — Þó Kom okkur aldrei saman. Hann var grimmur og óvæginn við allar skepnur, en ég var deigur og ístöðulítilll. Við gengum varla nokkurn dag þetta vor svo, að við fyndum eigi einhver egg. Þegar ég fann hreiður, gaf ég móðurinni helminginn. En Jón tók öll egg sem hann fann. Það var sama hvort þau vóru glæný eða hel- unguð. Væru þau ný, þá var náttúrlega ekkert út á þau að setja. En þeg- þau voru unguð, át hann sjálfur klofln, en gaf Smala sínum ungana. Eg fann oft að þessu víð Jón. Eg spurði hann hvort hann héldi ekki að veslings fuglunum þætti sárt að missa eggin sín, þegar þau v;eru orðin unguð. Ég mann ennþá hvað .Jón gaut augunum hæðnislega á mig, þegar ég var að nöldra um þetta. »Heldurðu kannske að fuglarnir gráti?« sagði hann. »Ég held líka að nóg sé til af þessum fuglum; þeir eru ekki sv) þaiflegir. Svo verpa þeir aftur um Jónsmessuna og þá geta þeir ungað út tyrir mér«. Jón liafði enga byssu. En þegar rjúpurnar voru gæfar, læddist hann að þeim og grýtti þær. Oftast hitti hannþærekki. Þá reiddist hannogsagði þeim að fara til fjandans; en það vildi llka til, að hann rotaði þær, eða væng- braut og hljóp þær svo uppi. Annars vissi ég lítið, hvernig honum gekk þessi veiði. Þegar ég var raeð honum, styggði ég rjúpurnar áður en hanu gat unn- ið þeim nokkurt mein. En þegar hanri var einn um hituná, vissi enginn hvern- ig það gekk til. Hann sagði engum frá því Svo var það einn sunnudagsmorgun eftir fráfærurnar, að allt fólkið fór til messu, sem á hestunum gat farið. Eg gat ekki verið með, þvi vinnu- fólkið sat í fyrirrúmi með reiðskjótana, og var ég ekki í sjerlega góðu skapi. Mér mun hafa verið næst skapi að skæla, eftir gömlum vanda. En ég fyr- irvarð mig fyrir, að láta f'ólkið sjá það. Svo ranglaði ég út i hraunið, td þess að verða ekki á vegi þess, þegar það riði af' stað til kirkjunnar. Eg hafði ekki gengið langt frá bænum, þegar rjúpurnar ('óru að flögra undan fótura mér með unga sína og börðu með vængjunum autnk- unarlega. Skvldu nú allar rjúpur vera komnar út með ungana sína, hugsaði ég. Það voru allar líkur til þess í svona góðu vori, þegar fuglarnir verptu svo snerama. Það hlaut þó að vera mikill munur fyrir fuglana, að verpa og unga út í svona vorum, eða þegar hjarnfannir liggja i hverri laut fram að Jóns- messu og hvert áfellið dynur á eftir annað. Þá mundi ég ef'tir þvi, að tvö næstiiðin vor hafði ég fundið 12 rjúpu- egg í helluskúta í laut, skamtnt á burt. Eg hatði ekki komið þar utn vorið og kom mér nú til hugar, að ganga þaugað, og vita hvort hún hefði verpt þar enn, vita, hvort hún hefði haldið tryggð við hreiðrið sitt. Annars gat það

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.