Dýravinurinn - 01.01.1897, Page 40

Dýravinurinn - 01.01.1897, Page 40
32 vel verið, að valurinn hefði hrernmt hana, eða einhver maðurinn skotið hana til bana. Og þó hún hefði nú verpt í hreiðrinu, þá var hún nú líklega kom- in út með ungana. En þá mátti sjá eggjakoppana i hreiðrinu; — svo gekk ég þangað rakleiðis. Eg staðnæmdist framan við skútann og gægðist inn. Eg sá að hún lá í gamla hreiðrinu sínu. Hún haíði haldið tryggð við það, og hún var ekki komin út með ungana sína enn. En hvað hún var lúpuleg. Auminginn; hún var víst hrædd við mig. Svo lagði ég hendina ofan á bakið á henni; en hún rótaðist ekki að heldur. Þetta var þó ekki sjálfrátt. Þá sá ég, að augun voru lukt saman. Hún var steindauð. Svo lyfti ég hræinu milli handa minna og sá að í hreiðrinu voru 12 egg. Eg braut eitt og var unginn nærri fullþroskaður í skurninu. Eg skoðaði rjúpuna i krók og kring. Það var varla holdtóra á beiu- unum. Hamurinn var strengdur yfir skipið, sem var nakið eins og saum- högg, og hún var lauflétt eins og hamur. Önnur löppin var brotin og stóðu beinin út úr haminum og allt lærið holgrafið og maðkað. Það voru handa- verk Jóns smala; þetta hlaut að vera honum að kenna og engum öðrum. Vesalingur! Hún hafði liðið meiri kvöl sakir illsku hins grimmasta dýrs jarðarinnar, sem nefnist maður, — miklu meiri kvöl heidur en hugurinn getur gripið. Hún hafði látið ylinn streyma frá litla lfkamanum sínum til eggjanna sinna meðan nokkur ylur var til; þangað til kroppurinn litli var brunninn upp til kaldra kola. En hvað hana hafði langað til að lifa, unga út eggjunum sínum og annast um ungana. Hver veit annars, livad hún hefir hugsað og hve margt, þar sem húu lá á eggjunum sínum 12, grindhoruð, með brunaverkinn í löpp- inui, og barðist við dauðann? Og seinast var það þó dauðinn — hinn grimmi og tilfinningarsljóvi dauði, sem miskunnaði sig yfir og líknaði vesalings rjúpunni lapparbrotnu. G. F.

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.