Dýravinurinn - 01.01.1897, Qupperneq 50

Dýravinurinn - 01.01.1897, Qupperneq 50
40 um hafði klárinn hneggjað upp á hann. Fólkinu sýndist sem Jarpur myndi muna alit, og vildi gjarnan skifta við Skjóna. Um haustið sá ekkert á Jarp, hann var í góðu standi eins og hann var vanur og presti þótti mikið fyrir að slá hann af, þar sem hann gat, eins og prestur sagði satt, skjökt undir heybandinu annað sumarið til eða kannske Jengur. Veturinn ltostaði svo sem ekki neitt, þvi það var varla nema í aftakavetrum, að nokkuð þyrfti að geta útigangshestum á Mýri. Svona var aðdragandinn, að því að Jarpur stóð þarna i bylnum undir tóptarbrotinu. Hann hafði að mestu farið einn sjer, allan veturinn, eins og hann gæti ekki alminnilega samlagað sig hinum hrossunum nje þau honum, og enn þá hafði hann dregið sig þarna einsamall í hlje. Hinir hestarnir drógu sig saman smátt og smátt til að hafa skjól hver af öðrum. Til hans kom enginn. Jarpur fann líka auðsjáanlega vel til þessarar einveru, allur svipur hans var nú orðinn svo þreytulegur og vonleysislegur, eins og hann hefði ásett sjer að láta þar fvrirberast hjeðan af‘, hversu sár seru sulturinn og kuldinn yrði. Það var þó eins og einhver kvalafull barátta væri í huga hans, eitthvert stríð við pínandi og ákafa þrá meðan myrkrið og bylurinn voru að hylja bæinn, því þá reisti hann upp höfuðið noltkrum sinnum og renndi aug- unum heim til bæjarins, þar sem hesthúsdyrnar blöstu á móti; þær gryllti hann lengst, og það eftir að þær í raun og veru voru horfnar fyrir löngu. En lengra komst heimferðarhugsunin ekki hjá aurningja gamla klárnum, þvíhvað sem sagt er um vonina, að hún hverfi aldrei, þá er hitt eins víst, að eymd og harmar eiga fjölda af björgum, sem engin von kemst yfir. Dyrnar voru lokaðar; það var ekki hans hesthús nú. Frá þessum dyrum hafði hann verið rekinn í byrjun vetrarins kvöld eftir kvöld og var nú fyrir löngu bættur að koma heim eða vona þangað. Það bættist og of'an á, að honum fannst hann vera svo þreyttur í kvöld og máttfarinn. Hann hafði haft þessa sömu hita- og skjálftakippi allan daginn, og varla haft rænu eða lyst á að taka í jörð. Hann hafði fyrst fundið til þessa nóttina, áður þegar frostið kom á harm al- votan. Andardráttuiinn var orðinn svo erfiður og brjóstið svo þungt og óhægð i öllum limum. En eftir því sem þjáningaruar uxu i líkamanum, var eins og meðvitundin yrði ljósari og ljósari og allar minningar glöggari og sárari. Hann mundi það svo vel, þegar hann stóð við stallinn og snjórinn skrjáfaði i hesthúskömpunum fyrir utan, harm mundi allt, jafnvel töðulyktin angaði fyrir vitunum frá endurminningunni. Hann opnaði augun við og við og sá að skaflinn varð einlægt hærri og hærri við tóftargaflaðið fyrir norðan hann, og hann tróð snjóinn undir fætur sjer jafuóðum og að hófunum fauk, og hrökk saman við og við þegar verstu svipirnir fóru yfir hann; þá varð honum líka alltaf svo þungt urn andardráttinn. Það var örstutt heim, ekki nema fáeirr spor heim eftir rimanum að hliðinu og svo norður með traðar-

x

Dýravinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.