Dýravinurinn - 01.01.1897, Page 52
42
unum um daginn. Prestur sagði Einari að hirða það, sem hann vildi af
skrokknum; hann vildi sjálfur ekkert af Jarpi hafa nema húðina, og tók Ein-
ar því með þökkum fyrir sig og börn sín.
Það sá hvert barn, að sjera Jón var eklti kátur þann dag, þótt hann
reyndi að láta litið á þvi bera bæði við gesti sína og aðra. Gestirnir bjugg-
ust líka af stað von bráðar, því himininn var orðinn moldþykkur aftur og far-
ið að hrjóta úr honum, og um það bil, sem prestur bjóst til að fara að ríða á
annexíu sína, var kominn öskubylur. Hann hafði verið hinn skylduræknasti
maður alla sina tíð og undi því afarilla, ef messufall varð af hans völdum, en
í dag talaði hann ekki eitt orð um það. Enda tjáði ekki að sakast ura slikt
i dag; við þetta veður gat enginn mannlegur kraftur ráðið. Hann gekk
snemma til hvilu um kvöldið, fyr en hann var vanur; honum fannst hann ekki
vera vel frískur, en hafði þó ekki orð á því. En það fer oft svo, ef menn
hátta f'yr en þeir eiga vanda til, að þeim gengur tregt að sofna, og eins var
fyrir sjera Jóni þetta kvöld. Hann iá lengi vakandi fram eftir nóttinni og
hugsaði margt. Honum fannst eins og um hann færi kuldakippur hvert sinn
sem stormringirnir hlunkuðu á þekjunni og urguðu i hríminu á glugganum.
Hann hafði sjálfur litið eftir þvi, að ailir hestarnir væru í skjólinu vestan
undir heygarðinum og höfðu f'engið eins mikið og þeir gátu jetið. Það var
allt í svo góðu Jagi sem auðið varð. Hann gat þó ómögulega slitið huga sinn
frá þessu efni. Það var eins og einhverjar járngreipar toguðu hann einlægt
að þessu sama, hvert sinn sem hann reyndi að hugsa um eitthvað annað.
Jarpur leit vel út i haust, og tveimur hestum gat hann ekki gefið inni; þó
hefði hesthúsið verið rrógu stórt fyrir tvo og enda þrjá, og nóg voru heyin.
Hann minntist þess, hve vænt honum helði þótt um Jarp, og hve lengi hann
hefði borið hann.
Síra Jón hafði ekki steinhjarta; en margur er sá maðurinn, sem sof-
ið hefði rólega, þó að gamall húðarklár hefði hrokkið upp af úr harðrjetti.
Þ. E.
Bitrun sauðkinda.
^^llæstliðinn vetur var mjer sendur eptirfarandi brjefkafli:
»Jeg vil vekja athygli yðar á grimmdarverki, sem menn hafa nýlega