Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 5
HEIMILISBLAÐIÐ 5 er getið, og þröngan, dimman og óþægileg- an svefnstað, minnsta og óþægilegasta skotið í öllu skipinu, þar sem einnig var geymd málning, gljákvoða, tjara og saltfiskur. Menn verða að vera gæddir miklu umburð- arlyndi, ef þeir eiga að geta sætt sig við þetta hlutskipti. Og þeim eiginleika eru dansk- ir sjómenn gæddir í ákaflega ríkum mæli. Ég fékk mörg tækifæri til að ganga úr skugga um það, ekki aðeins á þessari siglingu, lield- ur einnig undir öðrum kringumstæðum.------Eftir þennan útúrdúr er tími til kominn, að ég snúi mér að frá- sögn minni. Til allrar óhamingju lauk hin- um hagstæða byr, er hafði flutt okkur með svo skjótum hætti undir strendur íslands, á sjöunda degi. Eftir það hrepptum við mót- hyr og urðum að slaga í nokkra sólarliringa, en sjór gekk yfir þilfarið. Við gerðum tvær tilraunir til að koma ferðafélaga okkar, herra Brúge, í 3and í Vestmannaeyjum, en það reyndist ekki gerlegt. Loks að kvöldi ellefta dagsins náðum við inn til Hafnarfjarðar, ágætrar liafnar, tvær mílur (þýzkar) frá Reykjavík, höfuðstað Islands. KOMAN TIL HAFNARFJARÐAR OG PÖRIN TIL REYKJAVlKUR. Ég steig á land í Hafnarfirði að morgni hins 15. maí. Loks hafði ég íslenzka jörð undir fótum. Þó var ég ringluð eftir langvarandi sjóveiki og velting skipsins. Allt dansaði fyr- ir augunum á mér, og ég reikaði í hverju spori. En ég gat samt ekki setið um kyrrt 1 húsi herra Knudtzons, þar sem mér hafði verið boðið að dveljast, er ég kæmi á land. Ég fór því þegar út til þess að sjá og kynna tnér allt þarna í þorpinu, sem reyndist að- eins vera þrjú íbúðarliús úr timbri, fáein vöruhús úr sama byggingarefni og nokkrir kofar, þar sem alþýðufólkið bjó. Timburbúsin, þar 6em kaupmennirnir og verzlunarstjórar þeirra bjuggu, eru einlyft með fimm eða sex gluggum á framhlið. Lág- ur rimlastigi liggur upp að dyrum á bygg- ingum þessum miðjum, og innan við þær tekur við gangur með dyr til beggja handa inn í aðliggjandi lierbergi. Eldhúsið er baka til og liúsagarður fyrir utan. 1 slíkum húsum eru fjögur eða finim lierbergi á gólfhæð og fáein smáherbergi undir súð. Húsbúnaðurinn er algerlega að hætti Norð- urálfubúa. Húsgögnin, sem að miklu leyti eru úr rauðaviði, en aðflutt frá Kaupmannahöfn, og hið sama er að segja urn speglana og steypujárnsofnana. Falleg smáteppi eru fram- an við legubekkina, snotur gluggatjöld fyrir gluggunum, livítþvegin þilin, prýdd enskum koparstungum, silfurbúnaður og krystall á kistum og borðum í hornunum. Inni er ihn- ur af rósum, rosedum og nellíkum, og eitt píanó sá ég meira að segja þarna. Hver mað- ur, sem komið liefði inn í slíkt liús, án þess að vita sig eiga Islandsferð að baki, liefði áreiðanlega lialdið, að liann væri staddur í einliverri borg á meginlandi Norðurálfu, en alls ekki í þessu fjarlæga, fátæka og brjóstr- uga landi, eynni Islandi. Mér virtist fólk af mismunandi stéttum í Reykjavík og öðrum

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.