Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 27
heimilisblaðið 27 alls staðar sem einn af meisturum Renaisarice- tímans. Hann fylgii í fótspor Giorgiones og málar raunsætt hvort sem það eru manna- myndir e3a engla. Um Titian, sem mann, er ekki hægt að tala eins lofsamlega og listamanninn Titian og fráleitt að hann væri þar til fyrirmyndar. Hann þráði peninga og aðdáun. Hann hafði þann leiða vana að koma sér í mjúkinn hjá hinum háu og voldugu. Eins og Voltair, beygði hann kné sín fyrir valdsmönnununi og baðaði sig í brosgeislum konunganna. Einnig líkur Voltair að því leyti að vera kænn í viðskiptum. Ef honum liefði ekki verið veitt hin blessunarríka náðargáfa mál- arans hefði hann orðið ágætur kaupmaður. Að lokum, eins og Voltair, var liann trúlaus °g eins og skratlinn sjálfur í kvennasökum. Þegar hann var 37 ára var honum stefnt U1 glæsileguslu hirðar Italíu, liirðar Alfons E af Ferrara. Hann var 5. eiginmaður „hinn- ar saklausustu hinna saklausu“, Lucretsiu Borgiu, snillingsins í eiturbyrlun. Þrátt fyr- Ir margt, sem glapti við hina glæsilegu hirð, lauk hann tveim meistaraverkum þar: Bacch- us og Ariadne og Skattpeningurinn. I fyrri myndinni sést guðinn Bacchus stökkva, glæsi- legur og bjartur, vir vagni sínum, sem tvö pardusdýr draga, á eyjunni Maxos. Hrærð- ur yfir SOrg liinnar fögru Ariadne, sem hefur verið yfirgefin af elsklmga síntim, lofar hann henni að sérhverju tári hennar verði breytt 1 skínandi stjörnu á himninum. Mynd þessi s>uir á raunsæjan hátt sællífi og rnunað, sem mnungis sá gat túlkað, sem notið hafði lysti- semda lífsins í ríkum mæli. Gagnólík er myndin „Skattpeningurinn“. Það er sérstök viðkvæmni og blíða yfir þessari mynd, íhug- un og hrifning, sem næstum nálgast tilbeiðslu. Einnig hér er raunsæið ríkjandi. Hvert hár i skeggi Krists er rnálað en andlitið hefur yfir sér mýkt Rembrantsmyndanna, liendur hans eru fallegra og hreyfing fingranna, þeg- ar hann gefur peninginn til baká, er full guðsþokka. Titian eyddi ekki dögum sínum einungis 1 svallsamt og þægilegt líf, lieldur varði hann tinianum til íhugunar um gátur lífsins. Hann skoðaði umliverfið og drakk í sig fegurð þess, ummyndaði það í huga sínum og túlkaði síð- ua á lífrænan hátt í list sinni. En þrátt fyrir Skattpeningurinn. þetla var hann um fram allt hinn hagsýni maður. Hann var nú kvæntur og orðinn faðir. En um þessar mundir kemur nýr maður inn í líf Titians. Hann hét Pietro Aretino. Titian og hann hittust við drykkju. Pietro Aretino þessi var ímynd hinnar verri hliðar endurreisnartímabilsins, sannkallaður Alic- brides Feneyja. Hann bjó í ríkum mæli yfir kímnigáfu, skáldskaparliæfileikum, ímynd- unarafli og glæsileika heimsmannsins, í stuttu máli öllu nema ekki skapfestu og siðgæði. Hann hafði leitað skjóls í Feneyjum eftir að hafa verið flæmdur burtu úr flestum borgum Italíu. Alls staðar þar sem hann hafði sezt að hafði hann ort svæsin níðkvæði urn borg- arana og fyrir bragðið komið sér í óþökk og verið flæmdur burtu. Samt gat hann verið kurteisin sjálf þegar hann þurfti að koma sér í mjúkinn hjá hinum hégómlegu prinsum þeirra tíma. Á þann liátt komst liann oft að dýpstu levndarmálum ríkisins og notaði sér það síðan óspart til fjárþvingunar. Hann vissi um hvert hneykslismál og hafði hönd á öllum bitlingum er hann náði til. Hann liafði ynai Frh. á bls. 37.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.