Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 30
30 HEIMILISBLAÐIÐ mér inn í það, þó vmnukonur hlaupi með sögur um sveit. Nei, Barði sýslumaður. Það geri ég ekki. Þetta getur mest verið veður úr stúlkunni. — Það væri ekki úr kirkjunnar vegi að leita sannleikans, sagði sýslumaður liægt. — Það er beint í vegi laganna, fyrst það hefur verið kært fyrir lögunum, sagði prestur. — Lögin ætla að vera með, séra Jens, sagði sýslumaður. Það sé fjarri mér, að hiðja yð- ur að fara einan. En gott vitni yrðuð þér, hver sem sannleikurinn er. — Hef ekki líma,Barði. Eiríkur er búinn að kalla saman nokkra vini okkar til fvrndar- halda í kvöhl og amiað kvöld. Við ætlum að tala við Jón forseta og Jón biskup Vídalín, því við höfum sérstök skilyrði þessi kvöld. — Það er svo, sagði Barði sýslumaður háðs- lega en stillilega. Væri það ekki fyrirhafn- arminna að lesa eftir forsetann og hiskup- inn og sjá hvað menn græddu á því? — Ja, verið þér Jjlessaðir, Barði sýslumað- ur. Þá yrðum við rnörg liundruð ár á eftir tímanum, að minnsta kosti hvað biskupinn snertir. — Því þá að sækjast eftir lionum í öðr- um heimi? — O, hann hefur verið gáfumaður, og það er fróðlegt að vita, hvað honum liefur farið fram. Sýslumanni var samtalið ógeðfellt, en hann lét ekki lausan taum á skapi sínu um skör fram, svo prestur og hann skildu sáttir. VIII. Það fór eins og vindhviða yfir heimilið í Skor, að Barði sýslumaður og Ólafur læknir væru konmir. Enginn vissi í hvers konar er- indum. Þegar Ólafur læknir óskaði eftir að sjá Maríu litlu, sló felinti yfir húsráðendur. — ,Ég held liún sé ekkert mikið veik núna, sagði bóndi. — Ég hefði kallað á lækninn, ef þess hefði þurft, sagði Hallbjörg. Ólafur læknir var um fertugsaldur, hár og grannur, ekki fríður, en fremur fyrirmann- legur. Hann liafði orð á sér fyrir stirðleika í geði og stór orð, en einnig fyrir framtak í sinni stöðu, og var almeimt talinn einn af beztu læknum landsins. Hann hafði einnig orð á sér fyrir sérkennilegar lífsskoðanir. Taldi hann böl manna að mestu stafa frá kristinni kirkju og flýði ævinlega heimili sitt, er börn hans voru skírð. Sjálfur var hann raungóður og taldi á menn í ræðu og rili fvrir lesti og fáfræði og ögraði mjög til að rísa gegn öllu böli. Hann horfði hvössum, stálgráum augum á húsfreyjuna, er hún sagði þetta. — Er barnið kannske ekkert veikt? — Ekki svo hafandi sé orð þar á.. — Máske þér viljið þá lofa telpunni að koma hér út til okkar? sagði Baiði sýslu- maður. Ilallbjörg Iinyklaði brýrnar. —— Ef þér eruð að gera einhvern aðsúg að heimili okkar, herra sýslumaður, þá látið okk- ur vita það hreint og heint, sagði húsfreyja og hvessti ajigun á gestijia. — Já. Ég kem hér í laganna nafni, til þess að vitja Maríjj Jónsdótlur, sem hér er á náð- um liins opinbera, sagði sýslumaður. Arnkell greip í skeggið. •— Hver liefur klagað? spurði liúsfreyja — Það geiúst ekki þörf á að tilgreina það nú, sagði sýslumaöur. — Þá gerist engin þörf að ganga í bæinn heldur, sagði húsfreyja. — Ég Jief leyfi til að ganga í bæinn, ef mér svo sýnist, sagði sýslumaður. — Ég hef leyfi til að vita, hver sendir yður í bæ minn, sagði húsfreyja. — Ásrún Þorláksdóttir, heimilismaður yð- ar, kærir uni sjúkleik á Maríu Jónsdóttur og illa meðferð. Sýslumaður sagði orðin liægt og alvarlega. — Hvað er hún að kæra, sjálf dóttir sveit- arómaga og unglingur fyrir innan tvítugt. — Hún er gild, það er allt sem varðar, sagði sýslumaður. — Þér fáið ekki að fara hér inn vegna slúðursagna frá vinnufólki. — Ég set þá rétt hér úti og kalla heim- ilisfólk liingað, sagði sýslumaður. — Þetta hefur ekkert að þýða, Hallbjörg. Við látum ekki mennina standa úti í kuld- anum. Göiigum inn til stofunnar, sagði Arn- kell hóndi. — Það er bezt að láta lækninn sjá telp- una, úr því liann er kominn, sagði Arnkell ennfremur.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.