Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 13
HEIMILISBLAÐIÐ 13 níér flugu í liug hin luífleygustu ljóð um gullinhærða engla. Ég er ekki í neinum vafa um, að skáldin okkar hafa að einliverju leyti sótt hugmyndir sínar til fornskáldíinna, ])ótt þau vilji sjálfsagl eigna sér heiðurinn af því að hafa ímyndað sér andlitin, sem hrosa gegn- um þykkan haddinn með þrá í augum. Hér var rnjög fátt um skartgripi. I öllum söfnuðinum sá ég aðeins fjórar konur, sem voru í heldur viðhafnarmeiri klæðum en aði- ar. Treyjur þeirra voru með silfurskjöldum, um það bil tveggja þumlnnga breiðum, og neðan á pilsum þeirra, sem voru úr áferðar- fallegu, svörtu klæði, var litskreyttur silki- faldur, hér um bil eins breiður og manns- hönd. Um hálsinn höfðu þær stinnan, svart- an floskraga, nokkurra þumlunga breiðan, prýddan silfurflúri. Höfuðbúnaður þeirra var mjög einkennilegur, og er erfitt að lýsa hon- um. Auk þess sem svartur silkiklútur var bundinn um höfuðið notuðu þær skuplu, sem myndaði eins konar liálfboga. Hún var fest í hnakkann og slútti fram yfir sig uppi yfir enninu, vafin livítu músselíni, sennilega uálægt liálfum öðrum þumlungi að þykkt að aftan, en fimm eða sex þumlungar að framan. Karlmennirnir voru í mjög áþekkum föt- um og gengur og gerist um bændur lijá okk- ur. Þeir voru í buxum, síðjökkum og vest- um úr dökku efni og með flókaliatt eða loð- húfu á höfði, en í stað stígvéla notuðu þeir skinn, ýmist af sauðkindum, kálfum eða sel- um, en þó var þessi fótabúnaður með skó- lagi ■og festur við fæturna með þvengjum. Þennan fótabúnað notuðu konur einnig og jafnvel börn efnafólksins. Ég sá engan mann á Islandi, sem ekki væri í góðum og lilýleg- um sokkum og skóm, og mjög fáa tötralega eða illa til fara. Fyrirfólkið — kaupmennirnir og embætt- ismennimir — er nú óðast að taka upp Uanska tízku í klæðaburði. Silki og annar dýrindis vefnaður er alls ekki sjaldgæft. Er ®umt flutt frá Englandi, en meiri lilutinn frá Damnörku. Á afmælisdegi konungsius eru á afr hverju viðhöfn mikil í liúsi stiftamt- mannsins, og fá þá frúrnar tækifæri til þess að sýna sig í silkiskrúöi sínu, og ungu stúlk- Urnar í hvítu líninu. Stjórnarbyggingin er öll uppljómuð af kertaljósum á þessum hátíð- isdegi. SAMKVÆMISLÍF OG SKEMMTANIR. Einhverjir hugkvæmir borgarar hafa kom- ið á stofn félagsheimili, sem raunar er ekki nema tvö eða þrjú herbergi, og þar koma menn saman á kvöldin og liressa' sig á tei, hrauði og smjöri og glasi af víni eða púns- kollu. Á vetrum em þessi sömu herbergi notuð til almennra samkvæma1, og er inn- gangseyririnn þá átta pence. Þangað kemur fólk af öllum stigum, og allt er sagt vera með mjög frjálsmannlegu sniði. Skósmiður- inn býður stiftamtmannsfrúnni upp í dans, og hans hágöfgi sjálfur þrammar út á gólfið með konu eða dóttur skósmiðsins eða bakar- ans upp á arminn. Veitingarnar eru te og smurt brauð, og danssalurinn er lýstur með tólgarkertum. Það er liljóðfæraslátturinn, sem er lakastur í þessurn samkvæmum. Notaðar eru sérkennilegar fiðlur með þremur strengj- um og hljóðpípur. Utreiðar eru almenn skemmtun á sumrin, og í slíkum ferðum er aldrei þurrð á neinu. Allir, sem taka þátt í þeim, koma með eitt- hvað: einn leggur til vínið, annar kaffið, þriðji kökurnar og þar fram eftir götunum. Kverifólkið ríður í fallegum, enskum söðl- um og er í laglegum reiðfötum með mjög snotra karlmannshatta og grænar slæður. Þessar skemmtanir eru þó algerlega bundn- ar við Reykjavík, því að sé þessi litli bær undanskilinn, eru livergi til nema smáþorp með fáeinum kofum og tveimur eða þrem- ur verzlunarbúðum. Mér til undrunar komst ég að því, að í Reykjavík voru til sex píanó, og ég heyrði leikna valsa eftir uppáhaldstónskáld okkar og einnig ýms tilbrigði eftir Herz, Liszt, Wilmers og Thalberg. En stórlega efa ég samt, að þessir heiðursmenn liefðu kannazt við tónsmíðar sínar. Skrítla A. : „Ég get ekki ímyndað mér, hvernig konan þín muni vera“. B. : „Hugsað'u þér unga, töfrandi kvenlega veru, sem er gædd yndisþokka og hjartagæðum, er stillt og siðprúð, sparsöm, þrifin og þægileg í viðmóti, alltaf hrosandi og vingjarnleg við alla — þvert á móti þessu er konin mín!“

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.