Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 10
10 HEIMILISBLAÐIÐ liundruð' flórínur frá frönsku stjórninni á liverju ári í launaskvni fyrir fáein kurteisis- boð, er liann efnir til sjóliðsforingjunum til endurgjalds.*) En um mig var öðru máli að gegna. Ég færði engurn gjafir, og ég bauð engum í veizlur. Það var ekki neins að vænta af mér, og af þeim sökum drógu allir sig í hlé. REYKJAVÍK OG ÍBÚAR HENNAR. Þar eð ég hafði svo lítil mök við grarma mína í Reykjavík, hafði ég yfrið nægan tíma til gönguferða minna. Á þessum ferðum gaumgæfði ég mjög nákvæmlega það, sem vakti athygli mína. 1 þessum litla bæ er að- eins ein sæmilega breið gata, og við liana standa húsin eitt og eitt og kofarnir á dreif. Ibúarnir eru ekki nema tæp fimm lmndruð að tölu. Húsakynni hinna efnaðri eru úr timbri og öR einlyft, nema aðeins ein bygg- ing, sem latínuskólinn, er nú liefur aðset- ur á Bessastöðum, á að flytjast í næsta ár; sú bygging er hærri. Stiftamtmaðurinn býr í steinliúsi, sem uppliaflega átti að vera fanga- liús. En glæpir eru sjaldgæfir á íslandi, svo að því var fyrir löngu síðau breytt í bústað lianda þessum konunglega embættismanni. Kirkjan rúmar ekki nema 100—150 manns. Hún er hlaðin úr grjóti, en með timbur- lofti, þar sem geymt er bókasafn, nokkur þúsund bindi. Þessi kirkja á dýrgrip, sem stærri og voldugri stofnanir mega öfunda hana af: skírnarfont, gerðan af Tliorvaldsen, sem var af íslenzku bergi brotinn. Enda þótt bann fæddist sjálfur í Danmörku, virðist bann bafa viljað heiðra land feðra sinna. Við sum liúsin í Revkjavík eru garðar — það er að segja litlir blettir, þar sem kart- öflur, pétursselja, spínat, salat og ýmsar teg- undir af næpum er ræktað með ótrúlegri fyrirhöfn og tilkostnaði. Milli beðanna eru grasstígir, um það bil fet á breidd, þar sem stundum eru gróðursett fáein villiblóm. íslendingar eru meðalmenn að vexti og burðum. Þeir eru ljósir á bár og slær ósjald- *) Þetta er eigi rétt hermt. Hér var aldrei um slík- ar árlegar greidslur að ræða, enda þótt dæmi væru til hins, að stiftamtmaður þægi gjafir af Frakkastjórn. - Þýð. an á það rauðleitum blæ, og augun eru blá. Karlmennirnir eru venjulega ófríðir, konurn- ar heldur laglegri, og fyrir kom það, að ég sá ungar stúlkur, sem voru mjög fríðar sýn- um. Það er mjög sjaldgæft, að fólk nái sjö- tugs- eða áttræðisaldri, bvort lieldur eru karl- ar eða konur. Bændurnir eiga fjölda barna, en tiltölulega fá komast á fullorðinsaldur. Af þeim fjölda, sem fæðist, eru það aðeins fá, sem lifa af'fyrsta árið, og er það ekki að undra, j)egar jiess er gætt að mæðtirnar ala ekki böruin á brjósti, beldur næra þau á mjög óheilnæmri fæðu. Þegar fyrsta árið er liðið, virðast börnin vera braust og þrótt- mikil, jjótt oft slái einkennilegum roða á kinnarnar, eins og ]>ær séu alltaf alþaktar einhverjum útbrotum. En ég er ekki bær um j)að að dæma, hvort j)etta stafar af óheppilegu inataræði eða bér er um að ræða álirif kuldanepjunnar á viðkvæint hörund barnanna. HÍBÝLI OG LIFNAÐARHÆTTIR. Við sjóinn lifir fólk víða nær eingöngu á lierlum Jiorskhausum á vetrum, þegar storm- ar banna 'fiskimönnum sjósókn, stundum margar vikur samfleytt. Allt annað af fisk- inum liefur verið saltað og selt, og pening- unum varið til jiess að greiða skatta og skuld- ir. Mjög verulegur hluti þeirra fer alltaf í neftóbak og brennivín. Hinir tíðu mannskað- ar við fiskveiðarnar höggva drjúgt skarð í svo fámenna þjóð. Ilversu margir Jieirra, sem að heiman halda með söng og glensi í björtu veðri og sléttum sjó og vænta sér liinnar beztu ferðar, — liversu margir eru þeir ekki, sem verða heiftarstormum og liríðum að bráð og sökkva í djúpið með fleytum sínum, svo að ekkert sést eftir. Það er ekki venja, að karl- menn á sama heimili rói allir á sama bát. Feður og synir eru sjaldan samskipa, svo að lieimilið skuli ekki verða forsjárlaust með öllu á einum degi, Jiótt einn bátur farist. Ég komst að raun um, að liíbýli alþýðu- fólksins í Reykjavík voru jafnvel ennþá minni og hraklegri en kofarnir í Hafnarfirði. Þó lilýtur Jietta að vera að kenna dugleysi mannanna sjálfra, því að alls staðar er nóg af grjótinu, og í þessu laudi er hver maður sinn eigin byggingameistari. Kýr og kindur

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.