Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.01.1945, Blaðsíða 22
HEIMILISBLAÐIÐ 22 um það, en skeyta ekkert um, þótt hreindýra- og loð- dýrastofninn eyðileggist. Þetta er hið venjulega fjái- græðgissjónarmið Ameríkumanna. — En eruð þér ekki Ameríkumaður, herra Holt? Köddin var svo mjúk og nálæg, að báðir mennirnii hrukku við. Svo sneru þeir sér snöggt við. Fast hjá þeim stóð Mary Standish og mánaskinið ljómaði um andlit hennar. — Þér spurðuð, ungfrú, svaraði Alan Holt og lineigði sig kurteislega. — Nei, ég er ekki Ameríkumaður. Ég er Alaskamaður. Munnur stúlkunnar var hálfopinn. Augun yoru björt og ljómandi. — Fyrirgefið mér, að ég skyldi hlusta, sagði hún. Ég gat ekki gert að því. % er Ameríkani. Ég elska Ameríku. Ég lield, að ég elski liana meira en allt annað í heiminum, meira en trú inína. Og með Am- eríku á ég ekki eingöngu við fólkið, sem býr þar. Eg á við landið sjálft, og mig langar til að koma yður skilning um, að Alaska er hluti af Ameríku. Alan Holt var dálítið undrandi. Andlit stúlkunnai var nú ekki lengur rólegt og dreymið. Augu hennar loguðu. Hann tók eftir skjálftanum í röddinni og liann vissi, að ef nú hefði verið vel bjart, mundi hann hafa séð roða í kinnunum. Hann brosti rólega, en gat þó ekki endurheimt jafnvægi sitt til fulls. — Og hvað vitið þér um Alaska, ungfrú Standish? — Ekkert, svaraði hún. — En samt elska ég Alaska. Hún benti á fjöllin. — Ég vildi að ég liefði fæðzt þarna. Þér eruð hamingjusamur. Þér hljótið að elska Ameríku. — Alaska meinið þér. — Nei, Ameríku. Það var villtur glampi í augum hennar, og engin málamiðlun í rödd hennar, henni var full alvara. Hæðnisbrosið hvarf af vörum Alans. Hann hló stutt og hneigði sig aftur. — Þér eruð eldheitur málsvari Ameríku, ungfrii. — J á, það vil ég vera, svaraði hún með hreykni í rödd- inni. — En ég skildi þetta heldur ekki fyrr en nú ný- lega. Ég bið ykkur að fyrirgefa, að ég truflaði ykkur. Ég gat ekki að því gert/ Hún beið ekki eftir svari þeirra, en brosti til þeirra snöggu brosi og gekk burt. Hljómsveitin var hætt að leika og salurinn var að tæmast. — Merkileg ung stúlka, sagði Alan. Hann hló kyn- legum hlátri, og það var eitthvað í rödd hans, sem vakli undrun og eftirtekt. — Sjóróð'ramenn að norðan, er komu hér fyrir innan að kvöldi 23. þ. m. (jan.) sögðu skip komið í Stykkishólm, eftir því sem þeir höfðu frétt, þegar komið var suður yfir Holtavörðuheiði. Þó að nú Borgfirðingar, er hér komn daginu eftir sjóveg af Akranesi, gætu ekki stað- fest skipafregn þe6sa og þættust ekkert hafa þar um heyrt, réðu kaupmenn vorir samt að senda hraðboð héðan að inorgni 24. þ. m. með nauðsynjabréf til K.hafnar. — Skip á Isafjörð, síðast? í fyrra mánuði (des.) frá Khöfn til Rirs, með salt og mjöl, eftir heinni ferð þaðan 11. þ. m. — Árgæzka þar til landsins og mokfiski fram að árslokum. — Laugardaginn 29. f. m. (jan.) sigldi hér upp skonnertskipið Luciiide, 51 lestir, til Knudtzons verzlunarinnar, hlaðið með salt, en sakir ofviðris af austri-landnorðri þann dag og daginn eftir, náði það eigi höfn hér fyrri en mánudaginn 31. f. m. Skip þetta kom nú frá Belfast á írlandi eftir 11 daga ferð, en tvívegis fyrri, í nóvember og desember fyrra ár, hafði það lagt út liingað frá Bretlandi, en orðið aftur að snúa sakir ofviðra. Með því komu dönsk blöð á stangli og bréf frá Khöfn fram yfir jól og ensk blöð fram í jan- úar. — Með því fréttist það af brigg- skipinu norska, sem hingað hefur verið von með salt til ýmissa kaupmanna hér og til þess að taka saltfisk hjá þeim til Spánar, að það hafi lagt út frá Englandi hingað 11. nóv. f. ár. en að hvergi hafi spurzt til þess síðan. — Nú er það og sannspurt, að skip koin í Stykkishólm um miðjan f. mán. (jan.) og færði eigi annað en salt og kol. -— Hafði það haft langa útivist og hafvill- ur áður en það nú náði höfn í Hólni- inum“. Feröama'öur (hjá tannlækni): „Eg ætla að biðja yður að draga út tönn, en það er óþarfi að kosta nokkru upp á deyfingu, þó það sé sárt“. Lœknirinn: „Jæja. Þér eruð svona harður. Lofið þér mér að sjá tönnina". Feröam.: „Ja, bún er nú ekki í mér, heldur konunni ininni, og hún bíður hérna fyrir utan“.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.