Heimilisblaðið - 01.03.1957, Qupperneq 4
Þessir Pueblo-Indíánar, sem nú eru kristnir, eru af-
komendur frumbyggja Ameríku. Forfeður þeirra
voru hinir fyrstu, sem stofnuðu í Ameríku þjóðfélag.
frá Asíu. Ekki einn einstakur ættflokkur,
heldur margir mismunandi ættflokkar frá
Norður- og Mið-Asíu. Þeir eru allir náskyld-
ir Mongólum. Við vitum ekki, hvað rak
þetta fólk til að yfirgefa hið gamla megin-
land Asíu og leita til hins nýja, óbyggða
lands i norðri, sem þá var áreiðanlega ísi
lagt. Það kann að vera vegna þéttbýlis eða
næringarskorts. Einnig getur verið, að ís-
inn úr Norður-ísafinu hafi flæmt þá burt.
Þeir fluttu engan búpening með sér. Þeir
höfðu aðeins hin allra frumstæðustu verk-
færi, lítið meira en óunna steina og kylfur.
Þetta voru veiðimenn, og vafalaust voru
f jölskylduböndin hið eina ákveðna skipulags-
form. En þetta voru menn, sem voru langt
á undan Neanderdalsmanninum á þróunar-
brautinni. Þeir komu til lands, þar sem eng-
ir menn voru fyrir. Ameríka er sá hluti
jarðar, þar sem menn settust seinast að.
Þeir fundu dýr, sem þeir þekktu frá hin-
um gömlu heimkynnum, mammútdýr, fíla
og villinaut, og þeir veiddu þau. Skref fyrir
skref leituðu þeir suður á bóginn. Þeir eltu
villinautahjarðirnar, þessir elztu Indíánar.
1 fyrstu kunna nokkrir þeirra að hafa reik-
að aftur til Asíu af tilviljun. En þá voru
fjarlægðirnar miklar. Innflytjendurnir voru
aldrei mjög margir. En á tímum Kolumbus-
ar hafði tala þeirra fyrst aukizt upp í hér
um bil eina milljón. Hinar miklu sléttur og
skógar gáfu ekki méira af sér þeirri þjóð,
sem enn, eftir árþúsundir, stundaði lítið ak-
uryrkju, kunni varla búfjárrækt og áleit
veiðar aðalatvinnugrein sína.
Nokkra þekkingu höfðu þeir flutt með sér
frá heimkynnum sínum í Asíu. Listina að
flétta skó, að sauma fatnað úr dýrafeldum,
að skera í bein og ef til vill frásagnir og þjóð-
sögur, sem gengu frá föður til sonar. Margt
nýtt lærðist þeim í „Nýja heiminum": akur-
yrkja og húsagerð, leikeragerð og frumstæð
aðferð til að skrifa og að vinna úr rnálmum-
Þekking Ameríkumanna nú á tímum á þeim
mönnum, sem fyrir árþúsundum bjuggu á
meginlandinu er enn ekki gömul. Eiginlega
hefst fyrst 1926 kerfisbundin forsögurann-
sókn í Norður-Ameríku. Þá fundu vísinda-
menn í nágrenni Folsom í Nýju-Mexíkó að-
setur, athafnasvæði og bústaði frumbyggj'
anna. Eftir fundarstaðnum nefndust frum-
byggjarnir Folsom-menn, eins og menn
skírðu Neanderdalsmanninn eftir Neander-
dalnum hjá Dússeldorf. Slíkur Folsom-mað-
ur hefur týnt tinnusteins-spjótsoddinum 1
eldinum, þar sem hann fannst 37 þúsund ár-
um seinna.
Hinir einkennilega löguðu tinnusteinar eru
að meðaltali fimm cm. langir. Þeir eru odd-
hvassir og dálítið íhvolfir á báðum hliðum-
Menn gera ráð fyrir, að þeir hafi verið not-
aðir til þess að festa skaft á spjótin. örvar
fundust ekki. Bogar höfðu þá enn ekki ver-
ið fundnir upp. Einum örvaroddinum hafði
verið stungið í beinagrind risavaxins úlfs-
Folsom-mennirnir höfðu verið á veiðum. Bu
steinarnir gátu ekki verið frá héraðinu
kringum fundarstaðinn. Þessi steintegund
fannst í Alaska. Þeir hafa verið fluttir það-
an og gengið í erfðir frá kynslóð til kyn-
slóðar sem dýrgripir, eða þeir komu eftir
verzlunarleiðum suður, eins og skeljar Minn-
esota-stúlkimnar norður.
Kunnasti bústaður Folsom-mannsins var
grafinn upp fyrir tuttugu árum. Það er
„Lindenmeier Site“, norðarlega í Colorado-
Þar fannst fjöldi dýra-beinagrinda: birnir>
vísundar frá ísöld, amerískir úlfaldar, krón-
hirtir og nokkrar kanínur. Öll þessi dýr
höfðu verið drepin með vopnum úr steini-
Hjá vopnunum fundust verkfæri, eins og
húðsköfur, steinhnífar, hamrar, ennfremur
perlur úr beini og skífur úr beini með merkj'
um, sem höfðu verið rispuð á þær. Vísinda'
menn álíta, að hér sé um að ræða teninga>
sem steinaldarmennirnir styttu sér stundú
með við eldana.
Sennilega hafa Folsom-mennimir málað
sig fyrir veiði- og stríðsferðir, að minnsta
kosti þegar þeir, klæddir úlfafeldum, lágu 1
leyni fyrir villinautum. En eins og hjá öll'
48 — HEIMILISBLAÐIÐ