Heimilisblaðið - 01.03.1957, Síða 12
Willy Corsari:
Kona blinda mannsins
— Það hefur gengið illa að finna þig,
gamli vinur, sagði Eiríkur Dalan.
Blindi maðurinn sneri andlitinu þangað,
sem röddin kom frá.
— Hefði ég vitað, að þú varst á lífi, sagði
hann, mundi ég hafa látið þig fá heimilis-
fangið mitt. En ég hef ekkert frá þér frétt
árum saman, svo að ég hélt, að þú værir
dáinn — einhversstaðar í Ameríku. Við lif-
um mjög kyrrlátu lífi, hjónin. Aðeins móðir
mín og nánustu vinir okkar heimsækja okk-
ur stöku sinnum.
— Er það ekki heldur kyrrlátt líf fyrir
hina ungu konu þína? spurði gesturinn.
— Hún vill sjálf hafa það þannig. Ég hef
oft stungið upp á því, að við dveldum tíma
af árinu í bænum, svo að hún gæti skemmt
sér og verið með öðru fólki. En hún vill það
ekki. Ástæðan er sú . . . Blindi maðurinn
þagnaði, en hélt svo áfram máli sínu:
— Jæja, ég þarf ekki að leyna neinu
fyrir þér. Þú hefur ekki séð konu mína enn-
þá. Hún er ófríð, mjög ófríð. Hún hefur sagt
mér það sjálf. Eg hef aldrei séð hana. En ég
blessa þau örlög, sem hafa bundið okkur
saman. I veiðiför fyrir fimm árum varð ég
fyrir slysi. Síðan hef ég verið blindur. Þá
óskaði ég þess, að ég væri dauður. Ég hélt
ekki, að ég mundi nokkurn tíma geta sætt
mig við þessi grimmu örlög. En ástúðleg um-
önnun, hjálp og vinátta konunnar, sem nú
er eiginkona mín, gjörbreyttu lífi mínu.
Hún hjúkraði mér á myrkustu dögum
ævi minnar. Hún gaf mér trúna á lífið. Hún
varð Ijós augna minna. En ég þorði ekki að
tjá henni ást mína, ég vildi ekki binda hana
mér — blindum manninum.
Sá blindi þagnaði andartak og brosti. Síð-
an hélt hann áfram:
— Ég barðist við ást mína, enda þótt ég
hefði orðið þess var, að henni þætti vænt
um mig. Dag nokkurn sagði hún mér, að
hún hefði farið út með frænda sínum. Ég
fylltist afbrýðissemi og kom upp um mig. Þa
sagði hún það, sem þurfti að segja! Hún
kraup við stól minn, lagði höfuð sitt á hand-
legg mér og hló og grét í einu, um leið og hún
stundi upp: — Gagnvart mér þarftu aldrei
að vera afbrýðissamur! Enginn sá maður,
sem hefur fulla sjón, mun nokkurn tíma
verða ástfanginn í mér.
Það var eins og birti í kringum mig.
— Ástin mín, sagði ég milli vonar og ótta-
Ertu svona . . .
— Ljót, sagði hún. Já, Guði sé lof, að þn
sérð ekki hversu hræðilega ófríð ég er, ann-
ars . . .
— Þá fæ ég að eiga þig, stamaði ég utan
við mig. Nú bið ég þig að verða konan mín!
— Já, þannig er aðdragandinn að hjóna-
bandi okkar, sagði blindi maðurinn að lok-
um. Nú skilur þú sjálfsagt, að það líf, sem
við lifum, skerða ekki á neinn hátt frelsi
konu minnar. Vegna lífsóláns hennar höfum
við orðið hamingjusöm. Uss . . . hún er að
koma.
Dyrnar opnuðust. Blindi maðurinn brosti
blíðu, ástúðlegu brosi til konu sinnar.
— Vina mín, sagði hann. Má ég kynna þi£
fyrir Eiríki Dalan, gömlum vini mínum.
Eiríkur Dalan reis á fætur og hneigði sig
djúpt fyrir konu hins blinda vinar síns.
Hún var töfrandi fögur.
56 — HEIMILISBLAÐIÐ