Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 26
Ógnvaldur úthafanna. Bandaríkin hafa ákveðið að efla mjög flota sinn á Miðjarðarhafi í samræmi við stefnu Eisenhowers forseta gagnvart löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafsins. Herskipin eru í daglegu tali nefnd „sendi- herrar forsetans“, og hérna sjáum við einn sendi- herranna, 45.000 tonna orustuskipið IOWA, sem um þessar mundir klýfur öldur Miðjarðarhafsins. sagði Katherina. „Þar eru göturnar stein- lagðar. Þar skuluð þér beygja til hægri og vera tilbúinn að slökkva ljósin og stanza. Ég skal segja yður til. Við verðum nefni- lega að hleypa þeim framhjá". Með ofsahraða þeyttust þau inn á stein- lagðar göturnar. Katherina sagði til. Thom- as slökkti á ljósunum og beygði svo skarpt inn á hliðargötuna, að tvö hjólin lyftust frá jörðu. „Svona. Drepið nú á honum.“ Skömmu síðar heyrðu þau suðið í stórri, kraftmikilli bifreið, sem nálgaðist óðum. Suðið varð sífellt háværara, og líkara drun- um, sem dvínuðu strax og bifreiðin var kom- in framhjá. Thomas sneri sér að Katherinu. Hún sat grafkyr og hlustaði, unz hún kinkaði kolli. „Jæja“, sagði hún, „þeir eru búnir að missa af okkur. Þeir hafa farið leiðina til Eureux“. Stimdarkorn sátu þau þögul. Loks sagði Thomas: „Hvað eigum við nú til bragðs að taka? Hvert eigum við að aka?“ „Ég veit það ekki“, svaraði Katherina. Hún byrgði andlitið í höndum sér og brast í grát. 3. kafli. Hver ég er — ? Thomas sagði ekkert, hann lagði handlegg- ina utan um hana og þrýsti henni upp að sér. Honum féll illa að sjá hana svo niður- brotna. Skömmu síðar jafnaði hún sig, og settist upp. „Það hlýtur eitthvað að vera í ólagi með taugarnar í mér. Hafið ekki áhyggjur út af þessu. Við verðum að hugsa um að komast áfram. Akið bara af stað og ég skal vísa yð- ur veginn“. Þegar Thomas stakk lyklinum í, varð hon- um litið á klukkuna í mælaborðinu. Hann hélt fyrst, að hún hefði stanzað, en þegar honum varð litið á armbandsúrið sitt, bar þeim saman. Klukkuna vantaði tuttugu mín- útur í ellefu. Það voru ekki liðnar nema þrjátíu-og-fimm mínútur frá því hann gekk inn í veitingastofuna. Þau óku suður á bóginn. Alllanga leið óku þau hratt, og töluðust lítið við. Það var ekki um svo margt að tala í öllu þessu umróti. Nóttin var hlý, og Thomas nam andartak staðar til þess að setja blásarann upp. Gust- urinn hressti þau. Allt umhverfið hvíldi í svefni. Þau mættu engri bifreið, að undan- tekinni einni vörubifreið. Heimurinn var ó- umdeilanleg eign þeirra. Þegar fyrsta dagskíman sást á himni, bað Katherina hann að nema staðar. „Hérna skammt frá hef ég stanzað áður“, sagði hún. „Við förum rétt fram fyrir runn- ann þarna. Til vinstri“. Þau óku inn á hliðargötu, og er þau höfðu ekið spölkorn, bað hún hann að stanza- Thomas drap á vélinni og slökkti ljósin- Ennþá var myrkt, en skíma tekin að færast yfir himininn. Hann sá nú, að þau höfðu numið staðar á árbakka. „Hérna verðum við ekki fyrir neinu o- næði“, sagði hún. „Ef við aðeins hefðurn eitthvað að borða“. „Ég hef mat handa sex manns“, sagði Thomas. „1 töskunni“. Hún brosti glaðlega til hans, en svo var eins og hrollur færi um hana. „Það er talsvert morgunkul“, sagði Thorn' as, „hérna, farðu í þennan frakka“. 70 — HEIMILISBLAÐH)

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.