Heimilisblaðið - 01.05.1957, Page 2
SKUGGSJA
Á siðastliðnum hundrað árum hafa Evrópubúar
ekki aðeins orðið hærri vexti en áður, heldur hefur
höfuðlag þeirra breyzt, svo og litur húðarinnar og
hársins. Prófessor dr. Johann Schaeuble frá Freiburg,
skýrði frá þessari niðurstöðu rannsókna sinna á
fimmta þingi þýzka mannfræðifélagsins. Fyrst og
fremst er það meðal borgarbúa, að þeir menn verða
stöðugt fleiri, sem eru hávaxnir, grannir og lang-
höfðar. í Svíþjóð hefur meðalhæð fólks á síðast-
liðnum 100 árum vaxið úr 1.60 m. upp í 1.75 m.
Húð- og hárlitur er orðinn dekkri. — Berlinarvis-
indamaðurinn dr. Otto skýrði frá því á þinginu, að
börn, sem fæðist á vorin og sumrin séu að meðal-
tali þrem millímetrum hærri en þau, sem komi i
heiminn á haustin eða veturna.
Annaðhvort hefur Sókrates eða þá einhver prakk-
ari samið handrit, sem er fjögur blöð, og fundizt
hefur nú, þegar verið var að lagfæra fimmtu súl-
una á Akropolis. Handritið var falið í reyrpriki, sem
er 15 cm. í þvermál. Rannsókn, sem fram hefur
farið, hefur leitt í ljós, að handritið geti vel verið
samið af Sókrates (470—399 f. Kr.). En á hinn bóg-
inn er það einnig vel mögulegt, að Grikkinn Colu-
gustros, sem lagfærði þessar súlur árið 1864, hafi
gert það prakkarastrik, að stela handriti Sókrates-
ar og múrað það inn í súluna. í textanum stendur
meðal annars: „Meiri vísdómur felst i eiturbikarn-
um en mannkynið gerir sér ljóst."
—o—
Brasilíumaöurinn C. Goyanna læknir ráðleggur
miklum reykingamönnum að nota C-vítamín. Eftir
að hafa rannsakað fimm hundruð manns í tvö ár,
hefur hann komizt að þeirri niðurstöðu, að C-víta-
minið verndar fólk gegn slæmum eftirstöðvum
nikotínsins.
—o—
Allt gengur betur með hljómlist — jafnvel jurtir
vaxa örar, eftir því sem rannsóknir indverskra
grasafræðinga hafa leitt í ljós. Þeir léku indverskt
þjóðlag fyrir ungar mimósu-jurtir í 25 mínútur sam-
fleytt daglega. Árangurinn varð sá, að þessar jurtir
urðu 50 af hundraði hærri og fengu 30 af hundraði
fleiri þyrna en þær mímósur, sem ekki fengu að
hlusta á neina músík.
—o—
Það tekur aðeins 45 mínútur að reisa upp full-
gerð smáhús, sem ameriski herinn hefur gert til-
raunir með undanfarið. Óvinaflugvélar geta ekki
aðgreint þau frá umhverfinu, á þessum fáu mínu
um eru þau þegar íbúðarhæf og þægilega hlý. Hu*_
in eru byggð úr gerviefni og eru útbúin með ™
tízku hitunartækjum, og geta þau samrýmzt hvu
loftslagi sem er. Hvert hús vegur eitt tonn. FlujL
vélar geta varpað einstökum hlutum þess í
til jarðar.
Þingfulltrúi nokkur hefur borið fram tillögu unl'
að fenginn yrði nýr pípuhattur handa brezka þiníL
inu. Samkvæmt gamalli venju verður fulltrúi i ne
málstofunni að setja upp pípuhatt, þegar hann b1 ^
um orðið, til þess að vekja athygli þingforsetan5
sér. Þess vegna eiga flestir þingfulltrúarnir sinn el®
pípuhatt. En til vonar og vara er einn pípuha1-
til, sem allir geta haft afnot af, en læknisekkja e _
hafði gefið þinginu hann um síðustu aldamót. PjPU
hattur þessi er nú orðinn harla snjáður. Tillaga þlUB
fulltrúans var samþykkt.
Dýrasta verzlun heimsins er hvorki í París, h°n^
on eða New York, heldur — á heimskautasvæði KuU
ada. í einu verzlun Eskimóa-þorpsins Perry R1V, _
þar sem 50 fjölskyldur lifa, kostar 1 pund af b>
grjónum 20 kr., fimmtíu kíló af kolum nærri 5
kr. og einn blómvöndur 4000 kr.
Hollenskt fyrirtæki hefur gefið út hæggen^
hljómplötu með æðaslögum og hjartslætti. P'9 ^
er ætluð læknum og læknanemum. Á henni e ^
eðlileg æðaslög ásamt sérkennandi breytingu111
hjartastarfseminni vegna veikinda. Hljómurinn
næstum eins og í hlustunartækjum lækna. Á þenn.j
hátt getur læknir með heyrnaræfingu undirbúið
erfiða starf með hlustunartækjum.
Við Harwardháskólann í Bandaríkjunum **■ .
verið gerð reikningsvél, sem jafnframt því að le^u
erfiðar reikningsþrautir getur á skammri stun
þýtt erlend tungumál og samið tónverk.
hefur
TT . .1. i i Kemur út annan hvern p a
Heimilisblaoio uð> tvö tölublöð saman, ^
blaðsiður. Verð árgangsins er kr. 50,00. í lausas^j
kostar hvert blað kr. 10,00. Gjalddagi er 14. uf>jjj:
Útgefandi: Prentsm. Jóns Helgasonar. Utanáskf^
Heimilisblaðið, Bergst.str. 27, Reykjavík, Póstb.