Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1957, Side 26

Heimilisblaðið - 01.05.1957, Side 26
eftir rjóðrinu i skógarþykkninu fyrir handan, þar sem hann hafði litið höllina augum i fyrsta skipti. Þaðan hélt vegurinn áfram, svo að lítið bar á, niður dalinn. Hann kom aftur auga á hann neðar, þar sem hann liðaðist milli engjanna. Hann gat greinilega fylgt hon- um eftir yfir brú, gegnum þorpið og upp bratta fjallshlíðina, þangað til hann náði heimkeyrslunni til hallarinnar. Það var bara þessi eini vegur, sem þurfti að hafa gát á. Það var nú bót í máli, en það var líka hætta á ferðum. Ef þau vildu yfir- gefa höllina, voru þau neydd til þess að fara eftir þessum vegi, og það myndu þorpararnir vita. Hann snéri sér við og kom auga á Katrínu, sem stóð í dyragætt, og að baki hennar var brattur stigi. Hún var í bláum og hvítum kjól. Hún var berhöfðuð og sokkalaus. Hann fór ósjálfrátt að hugsa um, að þær hefðar- konur, sem hefðu staðið þama áður fyrr, hefðu vafalaust verið dýrðlega búnar, en engin þeirra myndi, þrátt fyrir allan skraut- búnaðinn, hafa verið yndislegri eða hæft umhverfinu betur en þessi litla, hrífandi, unga hallarfrú. En hann veitti því líka eftirtekt, hve þreytt hún var orðin. Það var engin furða. Hún hafði verið á fótum alla nóttina, og það áfall, sem hún fékk, þegar hún tók eftir steingráa bílnum svona nálægt heimili sínu, hafði fengið mjög á hana. Tómas gekk til hennar. ,,Þér höfðuð rétt fyrir yður,“ sagði hún, ,,þeir voru hérna og óku í burtu aftur. Það var einhver niðri í þorpinu seinni partinn í gær, sem spurðist fyrir um okkur. Sá mað- ur var gangandi, svo að þeir hafa hlotið að fela bílinn einhvers staðar.“ „Það er jú ágætt,“ svaraði Tómas. „Haf- ið þér skipað þjónustuliðinu svo fyrir að gæta þess vandlega, að hleypa ekki neinum ókunnugum inn?“ „Já, ég hef að nokkru leyti sett Konráð inn í málið. Verst er, hvað ég á að segja pabba? Enn þá hef ég ekki sagt honum neitt, og ég veit ekki, hvað ég á að segja honum." „Koma dagar, koma ráð,“ sagði Tómas. „Bíðið heldur með að segja föður yðar nokk- uð um þetta, þangað til eitthvað fer að ger- ast í málinu.“ „Ég hef það á tilfinningunni, að þetta sá allt fyrirfram ákveðið,“ svaraði Katrín- „Bara að við göngum nú ekki i vatnið." „Hvað hafið þér sagt honum um mig?“ „Ég laug að honum eins og venjulega, svaraði hún. „Ég hef neyðzt til að ljúga núna árum saman, en það verður smám sam- an erfiðara og erfiðara. Pabbi heldur, að ég sé einkaritari hjá voldugum kaupsýslumanni, sem hafi skrifstofur í Amsterdam og París, og þess vegna þurfi ég stöðugt að ferðast milli þessara borga. Ég kalla yfirmann minn hr. Shamer. Nú hef ég sagt honum, að ég hafi hitt yður í gærkvöldi á þjóðveginum, það hefði kviknað í bílnum mínum, þér hafið komið að og boðizt til að aka mér heim.“ Tómas kinkaði kolli. „Það er gott og blessað,“ svaraði hann- „Ég vildi bara gjarnan vita, hvað þér hefð- uð sagt. Annars vildi ég gjarnan segja við yður nokkur orð, áður en ég heilsaði föður yðar.“ Hann gekk í áttina til sófans. „Það er einmitt þess vegna, sem ég er komin," svaraði hún. „Pabbi er sem stendur niðri í l orpinu.“ Hún tyllti sér á sófaarm- inn. „Það lítur út fyrir, að við höfum feng' ið f’-est. Hve langur haldið þér hann verði? „Það er undir sjálfum okkur komið, svaraði Tómas. „Ég vissi ekki, að höllin væri eins erfið aðkomu og ég sé hún er.“ Katrín horfði upp í himininn. „Hér vil ég ekki vera. Það væri heimsku- „Já, þá er ekki um annað að ræða en að leggia af stað,“ svaraði Tómas. „Hvenser álítið þér?“ „Ég álít, að þér verðið að fara héðan strax í kvöld. Ég segi það ekki, af því að ég sé ógestrisin, en það er langsamlega ör' uggast." „Já,“ sagði Tómas dræmt. „En hvað m»ð yður sjálfa?“ Hún yppti öxlum. „Ég fer mína leið, það er nefnilega Hka það öruggasta. Þér getið verið alveg róleg' ur, ég skal sannarlega sjá um mig. Við höf' um nóga peninga til að lifa góðu lífi í tvo ár, svo mikið hef ég lagt fyrir. Og tvö at er langur tími. Að þeim tíma liðnum hugsar 114 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.