Heimilisblaðið - 01.05.1957, Síða 27
®Qgmn langur um Pormósu. Þá varður Sh*m-
•r kannski dauður og grafinn.“
Tómas sat og horfði í gaupnir sér.
>>Ég skil yður ekki eftir einar hér,“ sagði
^ann hinn rólegasti.
Katrín leit stórum augum á hann.
»Eg hef jú sagt yður . . . .“
„Já, ég hef heyrt, hvað þér segið,“ sagði
kann rólega og horfði í augu hennar. ,,En
®g skil, hvað þér eruð að fara.“
„Hvað í ósköpunum meinið þér?“
Tómas stóð á fætur.
>>Ég meina, að ef ég fer héðan í kvöld, þá
aetlið þér að halda hér kyrru fyrir, þangað
þorparamir koma. Svo ætlið þér að taka
a nióti þeim og gera nokkurs konar samning
yið þá um að þyrma lífi mínu. Þannig lít ég
a niálið. Þér vitið eins vel og ég, að málið
er ekki útkljáð af minni hálfu, með því móti
að ég fari héðan og skilji yður eftir í hætt-
^^ni- Kæra ungfrú Katrín,“ sagði hann, ,,þér
getið ekki leikið á mig.“
Katrín fölnaði upp.
>>Það er ekki laust við, að þér séuð ímynd-
^narveikur,” sagði hún kuldalega. „Mér
mQst, ef satt skal segja, að ég hafi gert vel
Wð yður. Fyrir tveimur kvöldum bjargaði ég
yðar. Þér höfðuð sýnt mér velvild, og
^ún gat kostað yður lífið. Ég er nú kannski
ornin út í aðra sálma, en ennþá eru nokkr-
ar góðar taugar til í mér. Þess vegna gerði
ag Jíka, það sem ég gerði, án þess að hugsa
ut í, hvað það hefði í för með sér fyrir mig,
°g þegar ég hafði sagt A, þá varð ég líka að
Segja B. Mér fannst það blátt áfram vera
s ylda mín að hjálpa yður út úr þessum
yandraeðum, sem þér höfðuð komið yður í,
minnar áskorunar, og hjálpa yður til að
nnna felustað.11
»Kg hef sagt yður, að ég er yður mjög
klátur,“ svaraði Tómas.
„Bíðið andartak. 1 gær fór ég illa að ráði
Qlnu> af því að ég var dálítið taugaóstyrk,
le^ lrnir vit&, hvers vegna ég gerði það. Ég
ysti frá skjóðunni við mann, sem ég hitti
a tiMljun, mann, sem ég hafði aðeins þekkt
lórutíu og átta klukkustundir.“
Tó
H,
°nias stóð grafkyrr.
i k 0riUln var erns innanbrjósts og forðum
Kbúsinu, þegar hún hafði skvett úr glasi
karaan í hann. En hún hafði sína á-
stæðu fyrir því þá — hún ætlaði að bjarga
honum frá Shamer. öðru máli gegndi nú,
þegar þau voru sæmilega örugg.
„Skrifið þér þess háttar bréf til allra
þeirra, sem verða af tilviljun á leið yðar?“
spurði hann.
„Æ, þetta bréf —“ sagði hún. „Haldið
þér, að ég sé ástfangin í yður?“
„Ég er kannski ekkert sérstakt gáfnaljós,"
svaraði Tómas, „en svo heimskur er ég nú
ekki.“
„Hvers vegna minnist þér þá á þetta
bréf? Þótt ég hafi einu sinni stofnað til
kunningsskapar við yður, þá þarf ég ekki
að halda þeim kunningsskap áfram. Ég hef
vel heimild til að slíta honum, þegar mér
þóknast.“
Haim beit á jaxlinn. „Þér skulið líka fá
heimild til þess, strax og þér eruð úr allri
hættu.“
„Ekki nema það þó,“ svaraði hún. „Þér
ætlið kannski að halda í höndina á mér
þangað til.“ Hún kastaði til höfðinu og hló.
„Ég vil ógjarnan særa yður, en ég hef nú
ekki misst af strætisvagninum ennþá. Ég
kemst vel af án yðar hjálpar, betur en ef
ég ætti að hafa yður í eftirdragi."
Það varð stutt þögn, ekkert heyrðist nema
þungur niðurinn í vatnsmyllunni og fjörugt
kurr dúfnanna.
Tómas gekk út á svalirnar og stóð og
horfði út yfir dalinn, sem honum hafði fund-
izt svo hrífandi rétt áðan. Hann sveið und-
an orðum Katrínar, hún var of hranaleg.
Hann var samt sem áður sannfærður um,
að þegar hann væri farinn, myndi hún gera
allt, sem í hennar valdi stæði, til að bjarga
honum, jafnvel þótt það gengi út yfir hana
sjálfa. Hins vegar ef það var raunverulega
ætlun hennar að hverfa héðan, áður en þorp-
ararnir kæmu, átti hún hægar með að kom-
ast undan ein. Hann myndi aðeins vera
henni fjötur um fót. Hún var, eins og hún
sagði sjálf, vön að bjarga sér upp á eigin
spýtur og tækist henni að fara huldu höfði
næstu tvö árin, væru allar horfur á því, .að
hún myndi sleppa. Nei, það var hann sjálf-
ur, sem myndi þurfa að blæða fyrir þetta
og líkast til láta lífið. Shamer myndi taka
númerið á bílnum og fá upplýsingar um nafn
og heimilisfang, og þegar leyfið væri úti í
HEIMIUSBLADIÐ — 115