Heimilisblaðið - 01.05.1957, Qupperneq 28
októbermánuði og hann yrði að skríða úr
felustað sínum og halda aftur til Belfast,
þá, já, þá myndi honum verða sýndur reikn-
ingurinn.
Katrín myndi verða sú fyrsta til að kom-
ast að þessu, og það myndi hún aldrei taka
í mál, þó að hún hefði verið svona hrana-
leg núna. Hann gat ekki sagt um, hvort
henni stóð jafnmikið á sama um hann og
hún gaf í skyn, en það fann hann á öllu, að
henni fannst hún bera ábyrgð á velferð hans,
og það var honum nóg.
Tómas sneri sér við og sá hana leggja
fingurna á varirnar. Þá heyrði hann sagt:
„Kata — hvar ertu?“
Það var djúp, viðfelldin karlmannsrödd,
sem kom ofan úr hringstiganum.
Katrín hljóp að dyrunum í turninum.
,,Ég er héma — hérna á svölunum!“ svar-
aði hún.
Brátt birtist faðir hennar, — maður, sem
minnti á einn af þessum fornu víkingum, í
gömlum tweed-fötum. Hann hafði hin undur
fögru augu dóttur sinnar og hvasst höku-
skegg, sem var farið að grána.
Katrín sagði: „Leyfið mér að kynna ykk-
ur. Hr. Avalon, þetta er faðir minn, og þetta
er hr. Avalon, sem hefur lagt á sig það mikla
ómak og þá stóru lykkju á leið sína að aka
dóttur þinni heim.“
Tómas tók í útrétta hönd gamla manns-
ins og horfði í gráu, vingjarnlegu augun.
Hann átti bágt með að trúa, að þau gætu
ekki séð.
„Verið þér velkominn, hr. Avalon."
Næstu fimm míriúturnar gengu þeir um
á svölunum og spjölluðu saman. Katrín gekk
með, en mælti ekki orð frá vörum. Svo lyfti
gamli maðurinn höfðinu.
„Þér verðið að hafa mig afsakaðan. Ég
á von á manni frá þorpinu, sem ég þarf nauð-
synlega að tala við, En ég kem aftur, og
þá skulum við halda áfram samræðum okk-
ar. Ég heyri sagt, að þér farið þegar í kvöld,
svo að við verðum að nota tímann vel.“
Haim kinkaði kolli brosandi og gekk nið-
ur tröppurnar. Tómas stóð eftir og glápti á
eftir honum. Þegar hann sneri sér við til að
svipast um eftir Katrínu, þá var hún horfin.
Tómas leitaði um stundarfjórðimg að
Katrínu, en árangurslaust. Þá gekk hann til
herbergis síns og hripaði henni nokkur orð-
Kæra ungfrú. Ef þér farið ekki héðan í kvöld
með mér, þá fer ég hvergi. Ég veit ekki, hvernig
væri bezt að skýra það fyrir föður yðar, en ef þér
viljið ekki hjálpa mér með það, þá geri ég það einn.
Ég mun bíða yðar við brjóstvígið til klukkan átta.
Tómas.
Hann lokaði bréfinu, fékk ráðsmanninuiu
það og bað hann að sjá svo um, að frökenin
fengi það tafarlaust. Svo hélt hann til hins
umtalaða staðar til að bíða.
Hann heyrði ekki, þegar Katrín kom, hún
stóð bara allt í einu hjá honum og hjartað
barðist um í brjósti hans, þegar hann sa
svipinn á andliti hennar. Á þeirri stundu
vissi hann, að óvildin og harkan, sem hún
hafði sýnt honum fyrr um daginn, var upp'
gerð ein.
„Ég er komin hingað til að biðja yður
um að fara héðan einn,“ sagði hún.
„Það kemur ekki til mála,“ svaraði hann-
„Mér hefur hins vegar komið til hugar, að
senda boð eftir Marteini.11
„Látið nú skynsemina ráða, Tómas. í
morgun tók ég á öllu mínu til að neyða
yður til að fara. I kvöld grátbið ég yður um
að hunza ekki þetta einasta tækifæri, sem
okkur býðst. Ég hef sagt yður, að Shamer
er vægðarlaus skepna, og það er vonlaust að
berjast við hann. Að flýja af hólmi er jafn
vonlaust."
„Þér ætlið þá að eiga um þetta við hann?
Hún kinkaði kolli.
„Við höfum aðeins eitt tromp á hendinnu
Tómas, og það er afstaða mín sem einn af
meðlimum úr flokk Shamers. Þegar hann
kemur og þér eruð farnir héðar, get ég sett
það skilyrði, að ég gangi honum aftur á
hönd, ef hann láti yður í friði.“
„Þá erum við jafnilla stödd eftir sem áð'
ur,“ sagði harm gremjulega.
„Þá verður bara eins og ég hafi aldrei
hitt yður.“
„Yður skjátlast," sagði hann hljóður-
„Ekkert verður nokkru sinni eins og það
var, áður en ég hitti yður.“
„Látið nú skynsemina ráða, Tómas,“ end'
urtók hún. „Þó að við kæmumst út úr þessu,
þá er ekki hægt að afmá fortíðina. Ég get
ekki þegið vináttu yðar, vegna þess að . . •
116 — IiEIMILl SBL AÐIÐ