Heimilisblaðið - 01.05.1957, Page 38
Vilji örlaganna
Framh. af bls. 119.
„Hvað ertu að gera, Tómas?“
„Ég ætla bara að skyggnast um. Stað-
hættir hérna eru prýðilegir fyrir fyrirsát, og
ég vil ekki aka áfram, fyrr en ég hef athug-
að dálítið nánar vegamótin.“
Hún steig út úr bifreiðinni. „Ég fer með,“
hvíslaði hún.
„Lofaðu mér, að þú skulir halda þig í
minnst tíu skrefa fjarlægð frá mér.“
„Það skal ég gera,“ sagði hún.
„Segðu mér, er ekki bugða á veginum
þarna?“
„Jú, það eru tvær bugður, með um það
bil 50 skrefa millibili.
Vegamótin eru nokkur hundruð skref
framundan.“
„Gott og vel. Haltu þig fyrir aftan mig.
Ég verð að vita, hvar þú ert.“
Þau voru bæði i skóm með gúmmísólum
og gengu hljóðlaust. Þau gengu hægt, og
Tómas kenndi sama og ekkert til í fætinum.
En hann vissi það, að hann myndi ekki na
fullum bata, fyrr en eftir nokkra daga.
Þegar hann fór fram hjá fyrri bugðunnn
gekk hann alveg út í vegbrúninni og sá veg'
inn liggja beint fram undan, mannlausan °S
eyðilegan, en bjartari, vegna þess hve heið'
skýrt var. Staðurinn var alveg kjörinn fyr11
launsát, og hann var í hæsta máta undrand*
yfir að mæta engri hindrun. Það hefði verið
barnaleikur einn að setja trjástofn mitt a
veginn. Bifreið, sem kæmi akandi á miki^1
ferð í bugðuna, væri ekki hægt að stöðva
í tæka tíð, og myndu farþegarnir ekki týna
lífinu í árekstrinum, eða þegar bifreiðin ylt1’
myndi varðmaðurinn auðveldlega sjá fyrir
að sálga þeim. En það bólaði ekki á neinn
í öryggisskyni læddist Tómas þó lengra a'
fram.
Varla var hann fyrr kominn í síðari bugð'
una en hann stöðvaðist skyndilega. Það va*
nokkuð til í því, sem honum hafði dottið 1
hug. Stálþráður var spenntur þvert yfir veg'
inn í brjósthæð. Stálþráðurinn hafði verið
litaður svartur og var algjörlega ósýnilegn1,
Frh.
Fljiígii meö vickers wu&ibwwií
AUKINN HRAÐI - AUKIN þÆGINDI
126 — HEIMILISBLAÐIÐ