Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 15
, • • • . raunar færðu heimanmund með !or>u þinni ag~7" Hann verður þá vonandi svo ríflegur, j e6 geti lifað eins og maður þangað til ég £§ aftur af stað í leiðangur, sagði Kara- n með sínu venjulega blygðunarleysi. að var orðið áliðið kvöldið eftir, þegar ef®raman lagði af stað til Omar-moskunnar, I lr að hafa greitt skegg sitt vel og vand- °g borið í það kynstur af ilmvaf;ni. f rannvaxin kvenvera beið hans í hálfdimmu s°rdyrinu, hjúpuð frá hvirfli til ilja þhennum p rkœ slæðum hverri utan yfir annarri. Ur^S^Ur’ me® grænan vefjarhött til merkis s stöðu sína, tók á móti þeim og gaf þau ]^ari í heilagt hjónaband eftir þeim ein- f u reglum, sem Múhameðstrúarmenn eftir við þá athöfn, sem sé að lýsa því >svar yfir í vitna viðurvist, að þau væru með orðin hjón. Karaman var heitur í ] 7 og hjarta hans sló ákaft, þegar hann ^ dl brúði sína upp á þaksvalirnar á húsi agZars> þangað sem enginn sá þau nema eiIls stjörnurnar, og enginn heyrði ástar- orð hans nema hún ein. Handatiltektir hans voru fremur klaufalegar, þegar hann tók að leysa af henni blæjurnar, því að hendur hans skulfu ákaflega af geðshræringu. Samt losn- aði einhvern veginn um þær, eina eftir aðra, en hún horfði stöðugt niður meðan á því stóð, eins og hún væri miður sín af blygð- unarsemi. En á meðan síðasta slæðan sveif niður á gólfið, kom tunglið fram undan skýi, sendi silfurlita tunglskinsgeisla niður yfir þaksvalirnar og skein beint í andlit henni. Karaman tók andköf — Þetta var ekki Jehara .... Þetta var Umatra. Hún, sem hann hafði eitt sinn dregið svívirðilega á tálar, var nú orðin eiginkona hans. Hann horfði þögull á hana. Sorgin hafði sett merki sín á andlit hennar og ljóminn var horfinn úr augum hennar. Hann var að því kominn að snúa við henni bakinu og illyrði brunnu á vörum hans, þegar brosið leið, eins og sólskin, yfir andlit hennar og vakti endurminningar hans af dvala. Allt í einu sá hann Umötru í huganum eins og hún var forðum, ung og yndisleg og ólgandi lífsgleði í svörtum augunum, hárið tinnu- dökkt og fegurð í hverjum andlitsdrætti .... Og varir hennar! hvflíka nautn höfðu þær veitt honum þá . . . . og hve ást hennar hafði verið heit og áköf .... og hve hann hafði þá elskað hana tryllt og ofsalega. — Þú kramdir hjarta mitt, sagði hún. — Já, þessa rödd hafði hann elskað. — En nú hefur þú gert það heitt aftur . . . Ó, ástin mín! Ó, hve ég varð sæl, þegar Jehara sagjiii mér, að þú værir kominn, og Nazar hefði sent hana til mín með þau boð frá þér, að þú værir kominn til að giftast mér. Karaman stóð keikur, hleypti brúnum og var ekki árennilegur, en hún lét sem ekkert væri og hélt áfram: — Ég leið nærri því í ómeginn af fögnuði, og þess vegna fékk ég líka djörfung til að láta reiði bróður míns ekki á mig fá og fara til hans og biðja hann að fyrirgefa þér. Og hann heyrði bæn mína, ástin mín . . . . Á morgun, þegar þú gengur á fund hans, mun hann tilkynna þér, að hann hafi veitt þér foringjastöðu í lífvarðarliði stórfurstans og um leið lætur hann útbúa snoturt hús handa okkur til að búa í. HEIMILISBLAÐIÐ — 103

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.