Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 6
| Um ! kunnar j slóðir Eftir EINAR SIGURFINNSSON Sumarið 1958 var sólríkt og hægviðrasamt um allt Suðurland, svo að í frásögur er færandi. Það var því einkar hentugt til útivistar og ferðalaga, enda hafa margir, einkum kaupstaðabúar, lagt land undir hjól — fremur en fót — og ferðast víðsvegar. í stærri eða smærri hópum hafa menn lagt upp í ferðalag, stundum einn síns liðs eða við annan mann. Ég, sem þessar línur rita, er einn af köppum kóngs, sem ekki gat unað kyrrveru, en fékk mikla löngun til að sjá æskustöðvarnar og þrýsta hendi fornvina og kunningja. Ég fékk mér frí frá störf- um og lagði af stað ásamt konu minni að morgni þess 28. júní. Ferðin byrjaði með því að nokkur bið varð hjá flugstöðinni, því einhver smábilun varð á vélinni, sem laga þurfti áður en hún legði af stað frá Reykjavík. En brátt var ekið upp á flugvöll, en hann er spölkorn frá bænum, suður hjá Sandfelli, aðeins einstefnubraut, svo ekki er hægt að lenda þar ef nokkur vindur er þvert á brautina. Nú var engin hindrun í vegi og flugvélin renndi fagurlega niður. Farþegar komu út og farangur var tekinn niður á bifreið. Fljótt var farangur nýrra farþega kominn á sinn stað og þeir seztir í hin þægilegu sæti. Þetta furðulega farartæki hóf sig mjúklega á loft. Flugfreyja gekk milli manna og bauð góð- gæti. Gaman var að horfa út um gluggann á fíngárað- an sjóinn og hið margbreytilega landslag undir Eyjafjöllum, þar sem ár og lækir liggja eins og silfurþræðir um iðgræna ábreiðu gróðurlendisins. Þarna er Holtsós, stórt stöðuvatn, og þarna eru bændabýlin, fallega byggð. Og fjöllin, há og hrika- leg með fannhvítan jökulinn að baki, veita byggð- inni skjól og tignarlegan svip. Skógafoss sézt snöggvast og svo Jökulsá og Jökulsárgljúfrið. Eftir þennan sveig sezt flugvélin á Skógasand, eftir um 14 mínútur frá flugtaki í VestmannaejJ^ um. Skógaskóli blasir við, vegleg bygging, °& inn Ytri-Skógar. Skammt frá lendingarstaðnum skrúðgrænt grasflæmi, sem nýlega hefur verið g> upp á aldauðum sandinum. .* Ekki var langur tími til að athuga umhver 1 Áfram skal halda. Vinkona mín hér úr Eyjum a von á bíl frá Vík og gátum við hjónin fengið a með honum austur í Mýrdalinn. Sumir ferðafe a arnir fóru inn á Þórsmörk, á vegum ferðate a Vestmannaeyja, aðrir fóru í ýmsar áttir. Þýtt og mjúklega brunar bíllinn austur sand1 Nú er Fúlilækur ekki farartálmi. Hans „skemm u að banna ferðir manna“ er úr sögunni. Þa n Sólheimasandur og Vestur-Skaftafellssýsla er fia undan. Skóga- og Sólheima-sandar eru tilorðnir ve ^ jökulhlaupa úr Sólheimajökli. Um upphaf Pe^0g. eyðingar segja fornar sagnir á þessa leið: , mundur hinn gamli bjó að Sólheimum en PJ Skógum. Báðir voru þeir fjölkunnugir. Þeir v -r Jökulsá hvor á annars lönd, en loks sasttust P^ á það að hún skyldi renna til sjávar þar skemmst væri. Það hefur hún gert um ta ^ tíma og grafið djúpan farveg, þar sem hún vt’ fram kolmórauð með þungum nið og boðato _ Andröm er hún, svo að langar leiðir leggur °P^_ inn. Þarna til vinstri handar eru Sólheimar, . ir bæir með stuttu millibili, og litlu austar til „.r rís upp úr sléttunni þverhnípt fja.ll. Þa® v;g Pétursey. Fyrrum hét það Eyjan há. Þá tekur ^ sléttlendi nokkurt. Þar hafa árnar Hafurs3 Klifandi gert mikil landspjöll með því að f’® og um það víðsvegar og skilja hvarvetna eftir a q grjót, svo við ekkert varð ráðið: Jafnvel ra ^ mundar í Auraseli og kukl hans með graan og ullarreifi urðu ekki til frambúðar. En a^^a. mundi eru sögur til, sem ekki koma þessum ^fi þáttum við. Nú hefur þessum skaðræðisám stakkur skorinn og þeim veitt í einn farveg, er brúaður. u. Fögur fjöll með grænar hlíðar, gil og ham1 ^ ar eru hvarvetna til vinstri handar og framu^ g, yzt í suðaustur, blasir við syðsti höfði lan ^ Dyrhólaey, sem allra þjóða menn kannast V1 j ir nafninu Portland. Þetta litla fjall er mjög og sérkennilegt, hvort sem það er skoðað ' r;na lægð eða nálægð. Skammt frá „eynni" er Dyrhólar. Þar bjó fyrrum Kári Sölmundarson, .r; vaskasti maður, öllum kunnur af Njálssögu- bæir eru þar í grenndinni, sem kallast ^!guStu hverfi. Að Dyrhólum var kirkja fram að s^e;gis aldamótum; þá var hún lögð niður og soin 0g Sólheimakirkja. Þessar sóknir voru samema ^ gr ný kirkja byggð nálægt bænum Skeiðflöt 0 r.e;st kennd við hann, enda þótt nokkru síðar v0211 nýbýli mjög nálægt kirkjunni. Litla' Nú er bíllinn kominn þangað — a®. rj„{in' Hvammi. Þetta nýbýli byggði Stefán kennarJ ^jj. esson og hefur átt þar heima síðan, nú or 1 ^ urhniginn en andlega hress. Sonur hans .j&jur alkunni Brandur Stefánsson, af mörgum ^ ,rSt- Vatna-Brandur, því að hann byrjaði einna 182 — HEMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.