Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 23
„Þökk.“ „Og með trúlofun yðar.“ „Þökk.“ „Vilduð þér segja Formósu, að mér þyki mjög leitt —“ „Að þér gátuð ekki brennt hana lifandi?“ „Það er ekki alveg það, sem ég meinti,“ Sagði Shamer. „Auðvitað hefði ég heldur kosið, að losna Vlð ykkur bæði, en hefði ég ekki komizt í i*essa klípu, þá hefði mér aldrei komið til ^Ugar að grípa til svo ómannúðlegra ráð- stafana. Nei, það sem ég ætlaði að segja, Var, að mér þykir leitt að eigin hagsmunir neyddu mig til að blanda mér í einkalíf ^ennar. Ég hef mér það til afsökunar, að % átti mikið í húfi. jÉg verð að játa, herra Avalon, að kvöldið sem þér komuð að borði ^nu í veitingastofunni Blauta flaggið, sá eg strax á yður, að annað hvort yrðuð þér eða ég að segja skilið við þennan glaðværa heim. Ég hafði ástæðu til að ætla, að það Vrði hlutskipti yðar. En þar sem það kom nu ekki í yðar hlut, ber ég engan kala í brjósti. Líkurnar voru nítíu og níu prósent gsgn yður. Samt sem áður standið þér nú ^er sem frjáls maður, en ég ligg bundinn. ^að kallast vel af sér vikið. Þér eigið virð- lugu mína. Ef yður finnst ég vera að raupa, þá leyfið að segja yður eitt í viðbót. Ef ég væri frjáls maður á þessu augnabliki, myndi ég Sera það sem í mínu valdi stæði til að gera af við yður, kaptein Mansel og ungfrú valentin. Þér sjáið, að ég er hreinskilinn." „Ég verð að segja, að þér kunnið að bíða esigur.“ „Það er eðli mitt,“ sagði Shamer. „Ég ^ef lært það af reynslunni." Vatnið náði Tómasi upp að hnjám og Shamer í höku. Tómas sýndi honum kúbeinið, sem hann afði haldið á allan tímann. „Óskið þér eftlr, að ég roti yður?“ spurði hann. „Ég get ekki hugsað mér neitt jafn and- sfyggilegt,“ sagði Shamer. Allt var orðið hljótt, vatnið fossaði ekki engur inn, heldur steig hægt og rólega. fjarska heyrðist í bifreið, en það var ekk- ert farartæki að sjá í námunda við vél- átinn, og ekkert ljós að sjá á fljótinu, og það var á takmörkum að Tómas gæti greint árbakkana, en þó mátti sjá skugga- mynd trjánna bera við rauðan himininn. Mansel ýtti við öxl Tómasar. „Eftir augnablik," sagði hann, „nær vatnið kýr- augunum, og þá sekkur báturinn um leið. Fleygið þessu kúbeini fyrir borð og verið tilbúinn að synda í land.“ Shamer sat og hallaði höfði aftur á bak. Munnurinn stóð ennþá upp úr, en vatnið náði honum upp að eyrum. Þegar hann mætti augnaráði Tómasar, brosti hann. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar,“ sagði hann, „að dauðinn væri spennandi ævintýri, og þegar ég hef neyðzt til að stytta einhverjum aldur, hef ég hugg- að sjálfan mig með því, að líklega hafi ég eiginlega gert honum greiða. Eg segi skilið við lífið þeirrar skoðunar. Góða nótt, kap- teinn Mansel.“ „Góða nótt,“ kinkaði Mansel kolli. „Mér hefur verið sönn ánægja í því að fyrirhitta jafn ágætan mann. Góða nótt, herra Avalon." „Góða nótt,“ sagði Tómas. „Má ég segja yður, að ég vona, að þér verðið hamingjusamur." „Þökk,“ sagði Tómas. „Ég skal segja ungfrú Valentin, að það hafi verið síðasta ósk yðar.“ „Það er mjög vingjarnlegt af yður. Mað- ur metur oft þá hluti mest, sem maður á sízt skilið.“ Vatnið streymdi nú inn um kýraugun beggja megin. Það féll í tveim bogadregnum fossum inn í káetuna. „Fljótur —,“ sagði Mansel. Þeir stigu upp á bekkinn og stukku út í vatnið. Tómas leit við og við til baka, meðan hann synti að árbakkanum. Ljósin í káet- unni loguðu ennþá, og báturinn var ennþá sýnilegur. Hann tók tíu suntök, áður en hann leit við aftur. Þá sagði Mansel: „Nú hverfur hann.“ Tómas fékk rétt tíma til að sjá hann stingast, með stefnið á undan, niður í djúpið. Skömmu síðar óðu þeir í land. „Það var nú það,“ sagði Tómas. „Þetta var betri dauðdagi en hann átti HEIMILISBL AÐIÐ — 199

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.