Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 17
Ást ljónynjunnar Ovenjuleg smásaga eftir C. T. Stoneham. Gaynor hafði villidýraveiðar að atvmnu. Hann hafði farið í veiðiferðir til Burma, Malakka og Brasilíu, en Afríka var uppá- haldsveiðistaður hans. Þar sagði hann að dýrin gengju sjálf í gildruna. Hann hafði áhuga á starfinu. Hann bar ást til dýranna, þ. e. a. s. þegar hann hafði Veitt þau. En hann kærði sig ekki hót um ^ýr, sem fóru frjáls ferða sinna. „Þau eru grimm hvort við annað, eins °g glæpamenn,11 sagði hann. ,,Það er fyrst, tegar frelsi þeirra hefur verið skert, að þau sÝna hvert öðru vinahót.“ En sannfæring Eans um grimmdareðli dýranna varð fyrir áfalli í veiðiför vestur af Llodaigas í Aust- nr-Afríku. Gaynor hafði tjaldað á einum staðnum, þar sem vatn var að hafa. Þar voru þrjár stórar tjarnir í þurrum árfarvegi. Mennirnir ætluðu sjálfum sér stærstu tjörnina, en hinar létu þeir dýrun- ^ni eftir. Um nóttina heyrði Gaynor frá tjaldi sínu til dýranna, sem voru um það bil hundrað metra í burtu. Hann heyiði gjammið í sebradýrunum, blásturinn í nas- hyrningunum — og einstöku sinnum gaulið 1 fílnum. En ljónsöskur heyrði hann ekki. Það Serði honum gramt í geði, þar sem hann átti vissan kaupanda að ljóni með dökkt tax, og hann var einmitt kominn í þetta Eérað til þess að stunda ljónaveiðar. Hann hafði orðið var við gömul spor og Aokkrar kjúkur í námunda við vatnsbólin. Hann var öruggur um að ljón væru í ná- báinn að hella úr þremur flöskum. Það Verður þá ekki fyrr.“ Kérim hlustaði og friður færðist yfir Eann að nýju. Gg veslings Messaouda varð að horfa UÞP á það í Paradísarspegli sínum, hversu áennar heitt elskaði Kérim leitaði sér jaið- Peskrar gleði við hin fögru brjóst ambáttar Eennar. grenninu, og hann var viss um að þau mundu fyrr eða síðar heimsækja hann. Á daginn kannaði hann umhverfið og athugaði, hvort um önnur vatnsból væn að ræða. En það var sama í hvaða átt hann gekk, allsstaðar var eyðimörk. Hann varð því brátt ekki í neinum vafa um, að í næsta nágrenni væri ekki um önnur vatnsból að ræða en tjarnirnar hjá tjaldi hans. En úr því að hér voru sebradýr, hvers- vegna voru þá ekki líka ljón? Gaynor áleit samt, að þau væru ekki langt í burtu. Og þegar þau kæmu að vatnsbólunum, mundi hann heyra voldugt öskur þeirra, á meðan þau slökktu þorsta sínum. Hann gat ver- ið rólegur þangað til. Hann hafði þegar veitt talsvert af öpum og maurbjörnum, og dýr þessi þrifust vel í búrunum. Hann hafði þegar haft nokkuð upp úr ferðinni og ut- litið var gott. Kvöld nokkurt, þegar tunglið var komið upp, heyrðist hátt öskur niður við fjar lægustu tjörnina. Ljónsöskur! Gaynor tæmdi kaffikrúsina sína ánægður, náði í riffil og fór út til að athuga málið. Það var fullt tungl. Bráðum yrði bjart. En Gaynor sýndi ekki á sér neitt hik. Hann ætlaði að njósna um ljónin hjá vatnsból- inu. Hann gat læðst yfir auða sléttuna, án þess að óttast að hans yrði vart. Hann mundi komast niður að tjörninni, og í hæð- arbrún skammt frá var ákjósanlegur felu- staður. Hann varð aðeins að gæta þess, að vindurinn væri alltaf á móti honum. Svo varð hann að fara mjög hljóðlega. Honum lék forvitni á að vita, hvort nokk- urt þessara ljóna væri þess virði, að það væri veitt. Eitt þeirra öskraði annað slag- ið, og annað svaraði á móti. Gaynor hafði aldrei heyrt annað eins ösk- ur. Hér hlaut að vera um karlljón að ræða, sem reyndi að koma sér í mjúkinn hjá kvenljóni, sem ekkert kærði sig um ástar- hótin. Það hlaut að vera eina skýringin á þessu hamstola öskri.. Uppi á hæðinni óx tré. Það hentaði hon- um vel að geta klifrað þangað upp, ef hann þyrfti að flýja undan vitstola ljóni. Þegar hann var kominn upp, faldi hann sig bak við trjástofninn og teygði sig eins langt og hann þorði niður fyrir hæðina Frh. á bls. 204. HEIMILISBLAÐIÐ — 193

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.