Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 32
Við sem vinum eldhusstörfin Sitt af hverju fyrir húsmæður Vöflur. Vöflur eru alltaf þægilegt og skemmtilegt kaffibrauð, og þar sem vöflujárn er nú til á velflestum heimilum, er mjög hentugt að grípa til þess t. d. þegar óvænt koma gestir. Vöfludeig má einnig geyma nokkra daga í ísskáp í loftþéttum ílátum og er þá bara steikt eftir þörfum. Amerískar hversdagsvöflur. Vöflujárnið er hitað, meðan deigið er bú- ið til. 2 egg eru þeytt saman við; er blandað í eftirfarandi röð: 2 bollum súrmjólk eða súr- um rjóma, 1 tsk. matarsóda, 2 bollum sigt- uðu hveiti, 2 tsk. lyftiduft, x/2 tsk. salti, 6 matsk. bræddu smjöri eða öðru feitmeti. Ameríkanar nota oft brædda baconfeiti í vöfflur. Deigið er hrært vel. Þetta deig er frekar þunnt. Vöflurnar eru bakaðar gulbrúnar í vel heitu járninu. Athugið járnið með því að skvetta nokkrum dropum af vatni á það, ef droparnir ,,dansa“ á járninu, áður en þeir gufa upp, er járnið nægilega heitt. Munið, að ef járnið er ekki nógu heitt, þá festast vöfl- urnar við og klofna. Hellið deiginu á mitt járnið og látið það renna út. Haldið járninu ekki opnu lengur en nauðsynlegt er. Þegar vöflurnar eru bak- aðar, þá losið þær frá járninu með gaffli. Berið þær fram heitar með smjöri, sírop1’ hunangi, sítrónusmjöri, sultu — eða þvl sel11 yður þykir bezt. Sunnudagsvöflur. 3 egg eru þeytt og blandað saman við ^ y2 bolla af súrmjólk eða súrum rjóma, 1 1:8 ' matarsóda, 1% bolla sigtuðu hveiti, 2 ts • lyftidufti, V2 tsk. salti, % bolla brsed u smjöri. Hnetuvöflur — eru bakaðar hvort sem er úr dagsdeiginu eða sunnudagsdeiginu og a ferðin er sú sama, nema stráð er hökkuðu11 hnetum yfir deigið um leið og það he runnið út í vöflujárninu, síðan er járru1111 lokað í skyndi og vöflurnar bakaðar. Osta- og baconvöflur. Notið uppskriftina að hversdagsdeigirm bætið út í hálfum bolla af rifnum osti. Re áður en þér lokið vöflujárninu, setjið Þe renning af þunnt skornu baconi á miðjUIia' Sænskar vöflur. 1 sex vöflumót: 3 dl sigtað hveiti, 1 kalt vatn, 4 dl rjómi, 2 matsk. braett slll ° ^ Blandið hveiti og vatni saman. rjómann og hrærið honum saman við blönduna. Látið deigið lyfta sér í urn ^ s _ Bætið þá út í kældu smjörinu. Hitið vö u^ járnið hægt og smyrjið það vandlega bá u ^ megin í fyrsta sinn. Látið vöflurnar k° n hverja fyrir sig, áður en þér staflið Þein^ Þær eru borðaðar alveg nýbakaðar m þeyttum rjóma og sultu. 208 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.