Heimilisblaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 11
Giovanni Guareslii:
Blöndungurinn
Blöðin voru ennþá full af sögunni um
barnið, sem bjargað hafði verið frá bráð-
Uln bana með undralyfjum, er send höfðu
Verið með flugvél frá Ameríku. Enda þótt
barnið hefði þegar náð sér aftur, héldu
^löðin áfram að ræða málið. Samkvæmt
tví, sem unnendum hamars og sigðar sagð-
lst frá, var þetta ekkert annað en áróðurs-
hrella, sem sendiherra Bandaríkjanna hafði
soðið saman.
Umræður þær, sem hér greinir frá, áttu
sér stað í þorpi einu við fljótið, um það bil
tuttugu mílur frá sókninni hans Don Cam-
tflo, og þegar hitinn í umræðunum var að
Ua hámarki, fannst Peppone að hann yrði
að leggja orð í belg, til þess, eins og hann
Sagði, ,,að standa vörð um sóma neðri
kyggðanna í Pódalnum“. Útlistun hans á
s_ögunni var krydduð svo miklum hugar-
é^um, að Don Camillo fannst óhjákvæmi-
^egt að rekast á hann — auðvitað af ein-
skærri tilviljun — undir bogagöngunum
^yrir framan kaffihúsið, rétt í því að hann
Var að ryðja úr sér skýringum á orsökum
bessarar undralækningar. Þegar Peppone
Sa prestinn koma í ljós í allri sinni stærð,
bækkaði hann röddina og þrumaði:
>,Auðvitað er hægt að bera alla skapaða
bluti á borð, þegar pólitískur áróður er
aOnarsvegar. En öllu eru þó einhver tak-
^oórk sett, og þegar farið er að nota varn-
arlaust barn til slíkra hluta, segi ég stopp.
•^Hir fjölskyldufeður skilja, hvað ég er að
^'lra, en það er auðvitað ekki við því að
6r5alag fögnuðu því að vera komin heim, því allt-
er heima bezt.
. Að síðustu kærar þakkir til allra vina og kunn-
‘Ugja, til allra, sem götu okkar greiddu eða gerðu
erðina ánægjulega.
Einar Sigurfinnsson.
búast, að menn, sem ganga í síðum, svört-
um pilsum og eiga sér enga von um að
eignast börn, skilji . . . .“
Allir viðstaddir litu á Don Camillo, og
þegar hann varð þess var, að öll athyglin
beindist að honum, yppti hann kæruleysis-
lega öxlum.
„Herra borgarstjóri," sagði hann Ijúf-
mannlega, „fyrst sjúklingurinn var barn,
þá hefðu náttúrlega ekki verið neinar líkur
til þess, að hægt hefði verið að bjarga full-
orðnum manni á sama hátt.“
„Við hvað áttu með því að ,,bjarga“?“
svaraði Peppone. „Það var aldrei nein raun-
veruleg hætta á ferðum.“
„Jæja, ef þú hefur næga læknisfræði-
þekkingu til að dæma um það, þá hef ég
engu við þetta að bæta.“
„Ég hef aldrei haldið því fram, að ég
hefði læknisfræðiþekkingu,“ sagði Peppone,
„en sérfræðingar hafa lýst því yfir, að ekki
hafi verið nein ástæða til að fá þetta meðal
frá annarri heimsálfu, því það hafi verið
hægt að fá það frá Hollandi."
„Ég beygi mig fúslega fyrir skoðun sér-
fræðinga. En í þessu sambandi er eitt smá-
atriði, sem þér og hinum félögunum virðist
hafa sézt yfir. Barnið þurfti hvorki að fá
mjólk úr sællegri, hollenzkri kú né vind-
mylluskekið andrúmsloft frá Hollandi. Það
þurfti að fé sérstaka gamma-lyfjabelgi, sem
Michigan-ríki hefur einkarétt á að fram-
leiða, og hvað er þá við það að athuga,
þótt sendiherra Bandaríkjanna sendi eftir
þeim?“
Peppone hristi höfuðið og skellihló.
„Latinorum, latinorum! Þegar þeir vita
ekki lengur, hvað þeir eiga að segja, koma
þeir alltaf með þetta eilífa latinorum, og
þetta alfa, gamma og omega og allt það,
og svo geta andstæðingarnir ekkert sagt,
ef þeir hafa ekki lært latínu.“
„Herra borgarstjóri, gamma er nafn á
grískum staf en ekki latneskum. Og svo
munu það hafa verið vísindamenn en ekki
prestar, sem tóku upp notkun þessa heitis.“
„Þá það,“ sagði Peppone og sló út næsta
sovétáróðursspili. „En hvað viltu þá segja
um það, að María mey á að hafa birzt
barninu í draumi? Voru það ekki prestar,
sem fundu upp þá sögu?“
„Herra borgarstjóri," sagði Don Camillo
HEIMILISBLAÐIÐ — 187