Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 7
Ur að fara með bifreiðar yfir aurvötnin í Skafta- eUs- 0g Rangárvallasýslum, þótt torfœr sýndust. . Hjólin snúast og landið hækkar um stund. Þarna *.ls_allhátt fell upp úr hálendinu, Búrfell heitir það. ratt er komið austur á Brekknabrún og hinn eig- ‘nlegi Mýrdalur blasir við. Bæir með stuttu milli- 111 sunnan undir háum, grasivöxnum brekkum, °S niður af bæjunum er Ósengið, sem Þórarinn Prestur Böðvarsson segir „fegursta engi á íslandi“ Islandslýsingu sinni. (Lestrarbók handa alþýðu). TOst f því er Loftsalahellir, sem lengi var þing- aður Dyrhólahrepps. Að austanverðu er Reynis- ^ Vestan undir því er Reynishverfi, allmargir Eeir- Reynisfjall nær í sjó fram, sunnan undir því 6r|J Reynisdrangar, sem margir kannast við og v*®a eru myndir af. Að sunnan takmarkast Ósengi óýrhólaós, sem er stórt og alldjúpt stöðulón, Slirn hefur útrás austan undir Dyrhólaey, en hún er ^atinan óssins og gefur honum og Ósenginu dásam- ga fagran svip. Stundum lokast útfall óssins af ®andi. Þá hækkar í lóninu, því í það renna ár og ^kir. Veldur þetta skemmdum og óþægindum, unz afHt er handa og „ósinn mokaður úf“ ^fð Skammadal skiljum við við terðaféiagana ^ göngum heim til bæjar. Þar býr bróðir minn, k Surður. Við stönzum þar dálitla stund, en brátt 6t«ur áætlunarbíllinn frá Reykjavík. Þar tökum ð sæti og áfram er haldið austur með bæjum Gatnabrún og niður Víkurdalinn. Allkrappar Pgður eru á þessari leið og brattar brekkur, t. d. Gfafargil. Farið er fram hjá stórbýlunum Norð- y' °g Suður-vík og svo er komið að kauptúninu á Það er fremur lítið þorp. Meginhluti þess er ^ sléttum sandi undir brattri brekku, en nokkur Us eru þó uppi á brekkubrúninni. Til skamms llOta SJáV; var svartur sandur frá brekkubrúninni til ar. Þessi sandur fauk mjög og var til skemmda Jí leiðinda. Stundum flæddi sjór heim undir húsin. efU hefur verið sáð í allt þetta sandsvæði, svo það Oo allt grasi vaxið og hærra en áður. Að vestan- rðu við þorpið gnæfa háir og hrikalegir hamrar n®ynisfjalls, en til austurs sézt Víkurklettur sunn- j.j.. Undir háum hömrum og alllangt í burtu er J°rleifghöfði. Víkurkirkja, nýlega byggð, stendur att fremst á Suður-Víkurtúni. n‘tir skamma dvöl í Vík var enn sezt í bifreiðina p haldið austur með Víkurhömrum, fram hjá agra(Jai yf;r brúna á Kerlingadalsá. Þá taka við jyj ðabrekkuhamrar. Þar er Skiphellir, allvíður gapi. argar smágjót,ur og kórar eru í þessum hömrum, auðsjáanlega eru lábarðir, enda greina sagnir, xj sl°r hafi gengið alveg upp að þeim fyrr á öld- jj.. ' ^arna uppi á fjallinu er bær, sem heitir Va °allrekka. Þar var til skamms tíma kirkja, en r legð niður og sóknin lögð til Víkursóknar. ^ ’U er komið að Múlakvísl og yfir hana er farið a.r>Vrri brú, sem byggð er nálægt því sem áður var ivegurinn, Fyrir nokkrum árum var Múlakvísl g,..Uð miklu ofar, þar sem hún rann í þröngu °gUR °S íatnframt íagður vegur um Kerlingadals- tr Höfðabrekkuheiðar, en erfiður var hann og ó- jg^BUr, einkum að vetrarlagi. Þessa brú braut kulhlaup, sem kom í kvíslina, og þegar svo var komið þótti heppilegra að byggja brú niður á slétt- lendinu. Það er skemmri leið og öruggari. Við Múlakvísl tekur við Mýrdalssandur. Var hann löng- um erfiður áfangi og einatt hættulegur mönnum og skepnum. Nú er það bifreiðin sem treður sand- inn undir hjólunum. Hún hitnar og blæs, en finn- ur ekki til og það er þó alltaf ferðamanninum til hugarhægðar. Þarna er Hjörleifshöfði, einstakt fja.ll, ekki stórt ummáls. Þverhnípt er það og allhátt. Þar tók land Hjörleifur Hróðmarsson, fóstbróðir og mágur Ing- ólfs Arnarsonar. Hann hafði vetursetu við höfð- ann, sem þá hefur verið- við sjó fram. Meðal heima- manna Hjörleifs voru tíu ófrjálsir menn, sem hann hafði hertekið í Vestureyjum. Þeir tóku ráð sin saman um vorið og vógu Hjörleif og félaga hans. Þá hefur umhverfi Höfðans verið mjög ólíkt því, sem nú er, — Mýrdalssandur ekki verið til — samfellt graslendi, skógi vaxið að einhverju leyti a. m. k. Nokkru ofar á sandinum er Hafursey, all- hátt en fremur lítið fjall með grasi grónum brekk- um. Þar er sæluhús, sem oft kom sér vel meðan ferðast var með hesta. Þá var stundum gist í „Eynni", einkum á haustin, þegar verið var með fjárrekstra. Vegurinn er rétt við hornið á Eynni. Sandurinn er laus og nokkuð erfiður, en samt mið- ar allvel áfram. Jökullinn, mjallhvítur og tignar- legur er skammt frá til vinstri handar. Þar er Katla. Hún sefur núna, sem betur fer, en hvenær sem er má búast við að hún fari að rumska, eftir 40 ára hvíld. En þegar Katla vaknar, þá------------- Austan sandsins er Álftaver, vingjarnleg, lítil sveit, sem mjög hefur eyðst og minnkað af völdum Kötlu. Fjöldi örnefna og rústa sannar þetta auk skráðra heimilda. Ofan byggðar í Álftaveri er Skálmin, vatnsfall, sem rennur austur í Kúðafljót. Þar breytist stefnan og Skaftártunguheiðar sjást framundan. Þarna er allstór grjóthóll, Laufskálar. Þar skyldi hver, sem í fyrsta sinn fór um veginn, hlaða vörðu, enda eru vörðurnar á hólnum og um- hverfis hann lítt teljanlegar. Sumar eru stórar, aðr- ar smáar, bara tveir steinar. Og nú kemur Hólmsá. Ufin er hún og straumhörð, enda var hún erfið og hættuleg meðan óbrúuð var. Brúin, sem nú er, var byggð eftir Kötluhlaupið 1918, þá x flýti, og er nú orðin léleg og naumast fær stórum bílum. Þá er komið í Skaftártungu, fríða sveit og gróð- urrika. Bjarkarilmur fyllir loftið. Birkilautir og blómskrýddar brekkur blasa við. Hrísnes er næsti bær við Hólmsá, þar næst er Fluga. Þar stanzar bíllinn litla stund, afhendir póst o. s. frv. Svo er haldið áfram austur yfir Tunguna. Tungufljót er brúað eins og öll vötn á þessari leið. Þegar komið er yfir Eldvatnið hjá Svínadal, tekur við Skaftár- eldahraun. Það varð til, eins og kunnugt er, í hinu ægilega eldgosi 1783. Því fylgdu Móðuharðindin, með ósegjanlegum hörmungum. Eldhraunið er orð- ið talsvert gróið. Grámosi þekur það allt og sums- staðar hefur hann búið æðri og stærri gróðri lífs- og vaxtarskilyrði. Vegurinn um Eldhraunið er frem- ur leiðinlegur og óþjáll. Hann er lægri en hraunið í kring, svo lítt sézt frá sér. Brátt er hraunið að baki og komið í Landbrotið. HEIMILISBLAÐIÐ — 183

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.