Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 9
Á Plögu hafa lengi búið Vigfús Gunnarssón og ^’gríður Sveinsdóttir góðu búi við mikla rausn. au eru nu hnigin að aldri og hefur yngri kynslóð- Itl tekið við jörðinni. Nú er þar tvíbýli og sami ^yndarbragur á öllu. bennan dag var blítt veður og fagurt um að ltast, en þokumóða hindraði nokkuð útsýni. Loks Undir kvöldið kom bíll austan að. Með honum var agt af stað eins og leið liggur út á Mýrdalssand. brátt varð fyrir okkur þykkur og dimmur þoku- '’eggur. En ótrauður virtist bílstjórinn ráðast á Pannan múr og brjóta sér leið í gegnum hann, ari þess að hægja ferðina, en brautin lokast strax a® baki og ekkert sézt nema troðinn sandurinn fáa jP^tra framundan. Múlakvíslarbrú segir til hvert omið er, og brátt er stanzað í Vík. Þá er mjög ahði3 kvölds og torvelt að komast lengra. Ég tók Pað ráð að knýja hurðir góðkunningja mins, Ósk- ars Jónssonar, en hann er kvæntur vinkonu minni ra gamalli tíð, Katrínu Ingibergsdóttur frá Melhól. ar voru viðtökur slíkar, sem systkin væru úr elÍU heimt og gisting fúslega veitt. Nokkra gamla kunningja gat ég hitt um morg- ^inn í Víkinni, en um hádegisbilið vorum við sótt 1 bil frá Skammadal og þar dvöldum við það sem ®ltlr var dagsins og næstu nótt. Þennan dag var att og bjart veður og gott um að litast. Við gengum hátt upp í brekkur upp af bænum, skoðuð- Uttl m. a. snotran trjálund hjá Deildarárskóla. Þessi agur var ánægjulegur og leið fljótt. Snemma næsta morguns var sezt i mjólkurbíl, Sem var á leið að Selfossi. Bíllinn fór marga króka um Dyrhólahrepp, stanzaði við brúsapallana og sy° var haldið áfram eins og leið liggur. Nú sjáum Skógafoss betur en áður, fagrar brekkur, hlý- e^a dali og gnæfandi tinda Eyjafjalla. Smálækir °nia sumsstaðar eins og út úr berginu og hoppa Sv° niður brekkuna eða hverfa í urð, sem undir er- Bæirnir standa með stuttu millibili skammt frá Veginum og „laða gesti“ — en nú er ekki kostur 0 stanza og njóta risnu, því bíllinn heldur sitt strik og má ekki hægja ferðina. Fyrrum þótti lún- Uttl göngumanni gott að stanza litla stund og þiggja Svaladrykk eða annan greiða, sem jafnan var til rf>ðu undir Eyjafjöllum. Um það get ég borið af et8in raun. Við Seljalandsmúla beygjir vegurinn til hægri nú koma í ljós tveir fagrir fossar, Seljalandsfoss Gljúfrabúi. Hvorugur þeirra er vatnsmikill, en . v°r um sig hefur sérkenni, sem þó aðeins sjást 1 n®rveru við þá. Seljalandsfoss fellur af hárri atUrabrún þráðbeint niður. Hann sézt allglöggt ^umbabrún, þegar bjart er yfir, og er því kunn- Ur iiestum, sem um Hellisheiði fara. Markarfljpt retltlur þungum straumi til vinstri handar. Það var undum fyrr leiður farartálmi þeirra, sem á ferð v°ru, og einatt ógnaði það ýmsum bæjum undir estur-Eyjafjöllum og olli skemmdum og skaða, fr til því var hazlaður farvegur með öflugum Bórðum. ^ ^illinn brunar fram hjá brekkum, hvömmum og ®jum, þ. á. m. kirkjustaðnum Stóradal og brátt ettlUr í ljós stór og sterkleg brú hjá Litla Dímon. Hún er byggð á mörgum stóípum og milli þeírrá fellur vatnið í stríðum straumum. Með rambyggð- um görðum er öllu Fljótinu haldið í einum farveg, annars myndi það að fyrri venju flæmast um aur- ana víðsvegar. Þarna uppfrá er Stóri-Dímon. Þang- að nær garðurinn. Og það sem meira er: Álar, Af- fall og sjálf Þverá eru stífluð með tröllauknum görðum og knúð til að falla í Markarfljót og bein- ustu leið til sævar, í stað þess að vinna skemmdar- verk í Fljótshlíð og Landeyjum. ,,Fögur er Hlíðin“ sagði Gunnar Hámundarson. Þá var hann staddur einhversstaðar á þessum slóð- um, og hann tók þá ákvörðun að snúa aftur heim til sleginna túna og bleikra akra og bíða svo bana af óvinahendi heldur en að halda gerðar sættir og vera utan fósturstöðva um stund. Já, hún er fögur Fljótshlíðin, böðuð geislum sumarsólarinnar. Þarna sést Bergþórshvoll — óglöggt þó, þar sem spekingurinn Njáll Þorgeirsson bjó forðum. Þar gerðust þau hörmulegu tíðindi, að hann var brennd- ur inni með konu sinni og sonum. Um þá atburði og aðdraganda þeirra er glöggt frá sagt í sögu Njáls. Hvergi er stanzað unz komið er að Hvolsvelli. Þar skiljum við við þennan ágæta farkost og bíð- um litla stund, þar til maður kemur frá Móeiðar- hvoli að sækja okkur. Hvolsvöllur er stór þurr- lendisslétta, nokkuð þýfð sumsstaðar en hallalítil. Þar segir sagan að Ormur Stórólfsson hafi slegið svo rösklega. að allar þúfur fylgdu með og fannst rakstrarkonunum þungt að dreifa múgunum. Nokk- ur ár eru síðan Kaupfélag Rangæinga flutti frá Hallgeirsey og settist að á Hvolsvelli. Nýlega hefur það reist þar mjög glæsilega sölubúð. Komið er þar snoturt, vaxandi þorp og skammt frá er nýbýla- hverfi. Vel sést heim að Stórólfshvoli. Þar er lækn- isbústaður og kirkja í fögru umhverfi. Móeiðarhvoll er í Hvolhreppi vestan til niður við Þverá. Þar búa góðkunningjar, Vilborg og Val- mundur, góðu og gagnsömu búi. Þar dvöldum við þar til seinni hluta næsta dags í bezta yfirlæti. Þótt velkomin væri lengri dvöl, var sezt inn í mjólkurbílinn, sem stanzlaust fór sem leið liggur að Mjólkurbúi Flóamanna, þar sem allra leiðir mætast. Rangárvellir eru milli Eystri- og Ytri- Rangár, Þar er Oddi sögufrægur staður. Þar var Sæmundur hinn fróði, sem hvert barn kannast við, sem þjóðsögur les. Þar er fæddur Páll biskup Jónsson, sem nýlega hefur allmikið verið ritað um, vegna þess að steinkista með beinum hans fannst við uppgröft í Skálholtskirkjugarði. Þótti sá fundur merkur, sem von var, svo mjög sannaði hann sögu fyrri alda. Vestur við Rangá er dálítið þorp, sem heitir Hella. Þar á kaupfélagið ,,Þór“ myndarlegar bygg- ingar. Þá koma Holt, vestasta sveit Rangárvallasýslu. Þar skiptast á heiðar og mýrarsund. Brátt er komið að Þjórsá, lengstu á landsins. Hún er vatnsmikil og straumhörð. Við Þjórsá aust- anverða er mótsstaður Ungmennasambandsins Skarphéðinn, þar sem íþróttamenn héraðsins hafa ár eftir ár háð kappleiki sína. Nú stóð svo á, að þessa árs mót átti að halda þennan dag, Sá ég HEIMILISBLAÐIÐ — 185

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.