Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 30
Þeir eru fallegir þessir litlu hvolpar. Ennþá er pláss fyrir þá í brúðuvagninum. arvana. Ljónynjan hljóp að búrinu. Það fór ónotahrollur um Gaynor við þessa sjón. Hún hljóp umhverfis búrið einu sinni. Svo réðist hún allt í einu á rimlana, greip þá og hristi þá til. Gaynor sá járnstengurn- ar svigna, en þær brotnuðu ekki. En svo gafst ljónynjan upp. Hún stóð kyrr og urraði grimmdarlega. Karldýrið lyfti höfðinu og rak upp hrylli- legt öskur, er virtist vera síðasta vísbend- ingin um ósigur hans. Ljónynjan starði á hann, urraði látlaust, en hann svaraði engu. Hún þefaði af sporum mannanna, síðan fór hún niður með árfarveginum, hægt og stefnufast. Gaynor sá hana hverfa í þyrni- kjarrið. Hann klifraði niður úr trénu og hljóp að búrin. Hann opnaði rennihurðina í skyndi og setti spýtu á milli til þess að halda henni opinni. Við spýtuna batt hann snúru, sem hann hafði með sér upp í tréð. Hann beið í ofvæni, og það leið góð stund, unz ljónynjan kom aftur. Henni var horfin reiðin. Hún veifaði skottinu í sífellu. Hún kom auga á opnar dyrnar og hélt hik- laust inn í búrið og henti sér niður við hlið maka síns. Karldýrið heilsaði henni með lágu ánægjuurri. Ljónynjan fór að sleikja sár hans gegn- um möskvana á netinu. Hún leit upp gul- um, gneistandi augum, þegar búrhurðin skall aftur. En síðan hélt hún áfram a^ sleikja sár maka síns. Þremur vikum seinna afhenti Gayn°r ljónin dýrakaupmanni í Kilindini og fékk greiðslu þegar í stað. ,,Þetta eru fallegustu ljónahjón, sem e& hef náð,“ sagði hann. ,,Ég hef sett þaU 1 sitt búrið hvort, til þess að auðvelda fluh1' inga, en gætið þess að búrin standi þé^ hvort hjá öðru, því að ljónin eru mj°£ samrýmd. Karlljónið var með áverka, Þe£' ar ég náði því, en ljónynjan hefur læknað hann. Látið mig vita, hvernig þeim farnast- Ég hef áhuga á að frétta af þeim.“ Þremur vikum seinna fékk Gaynor bre frá dýrakaupmanninum, þar sem hann pantaði hjá honum nokkur villidýr. Bréfinu lauk þannig: „Við vorum óheppnir með síðustu send' inguna. Stóru dýrunum var komið fyrir a þilfarinu, sökum hins mikla hita. Dag nokk' urn, þegar við vorum skammt frá Aden, skall á fárviðri. Búr svartfexta karlljónsins brotnaði vegna sjóa, er skullu á því. Ljon' ið slapp út, en næsta bylgja tok það me^ sér fyrir borð. Ég hélt að ljónynjan hefði misst vitið- Hún öskraði stöðugt. Þegar veðrinu slot- aði, ákvað ég að setja ljónynjuna undn' þiljur, til þess að komast hjá slysi. En þeS' ar verið var að flytja búrið, sem hún var h slógust dyrnar við og opnuðust. í sömu andrá var ljónynjan komin út og allir flýðu, sem bezt þeir gátu. Aðstæður þær, sem Ijónynjan var í, voru óneitanlega rauna' legar. Hún hljóp að lokum aftur eftir skip' inu og horfði út á sjóinn og öskraði rauna- lega. Það var eins og hún væri að kalla a maka sinn, sem hafði farið fyrir borð 1 storminum. Ég veit ekki nákvæmlega, hvað skeði, því að ég sá það ekki sjálfur, en einn ha- setanna sagði mér, að hann hefði séð lj°n' ynjuna stökkva yfir borðstokkinn og ut 1 sjóinn. Þetta var það bezta, sem gat gerzt, því að annars hefðum við neyðst til skjóta hana, slík var sorg hennar.“ Gaynor lagði bréfið frá sér og tróð hugs' andi í pípu sína. ,,Já,“ tautaði hann, ,,Þa^ var kannski það bezta. Hún hefði ekki gut' að lifað ófrjálsu lífi án maka síns.“ 206 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.