Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 22
hann keðjuna um hálsinn og íét hana renna ásamt lyklinum undir flibba sinn. ,,Þó ég óttist að fresturinn, sem þér gáf- uð mér, sé liðinn,“ sagði Shamer, „langar mig samt til að fá leyfi til að leggja nokkr- ar spurningar fyrir yður.“ ,,Já, flýtið yður þá,“ sagði Mansel. „Þeim mun fyrr sem ungfrú Katrín kemst heim til náða, því betra fyrir hana.“ „Satt er það. Hvernig hafið þér hugsað yður, að við skildum?" „Við förum í land,“ sagði Mansel, „en þér verðið hérna kyrr um borð og sökkvið með bátnum. Ég geri ráð fyrir, að þér vilj- ið heldur drukkna en vera brenndur lif- andi.“ „Endilega," sagði Shamer. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar, að það hlyti að vera þægilegur dauðdagi að drukkna.“ „Ég sting upp á, að ég roti yður fyrst.“ „Ég fer fram á við yður,“ sagði Sham- er, ,,að þér takið yður ekkert slíkt fyrir hendur.“ Mansel svaraði ekki. „Gerið nú nauðsynlegan undirbúning. Ég ætla að bíða með aðra spurningu mína al- veg fram á síðustu stundu.“ „Ég hef lokið undirbúningi mínum. Kom- ið með spurningu yðar.“ „Má ég fá að vita við hvern ég hef þá ánægju að tala — eða er það of nærgöngul spprning?“ Mansel horfði niður fyrir sig, eins og hann vissi ekki almennilega hverju hann ætti að svara. Þá leit hann skyndilega upp. „Nafn mitt er Mansel," sagði hann. Shamer þaut upp úr bekknum. „Fari það . . . . fari það nú til fjandans,“ hrökk út úr honum. „Yður kemur það á óvart,“ sagði Mans- el og kleip hann undir hökuna. Það leit út eins og hann hefði klipið hann, en það var sannkallað kjaftshögg. Seinna komst Tóm- as að því, að Mansel hafði verið einn leikn- asti hnefaleikamaður, sem nokkru sinni hafði sést opinberlega. Höfuð Shamers hrökk aftur á bak og hann féll endilangur niður á bekkinn. „Þér verðið að afsaka,“ sagði Mansel við Tómas, „þetta var yðar starf. En hann er ekki meðvitundarlaus á sama hátt og Gór- illan, og þér megið binda hann og senda hann niður á hafsbotn.“ Að svo mæltu tók hann fram sterkt snæri, og Tómas reyrði saman ökla Sharn" ers og því næst úlnliði. „Við megum ekki skilja eftir okkur nein ummerki,“ sagði hann. „En það eitt næSa' ekki. Þegar vélbáturinn finnst, verður lög- reglan að halda, að hún þurfi að hafa npP1 á Górillunni en ekki okkur.“ Hann tó björgunarbelti niður af hillu. „Takið jakka Górillunnar og bindið þetta við hann, einS fljótt og þér getið.“ Á meðan Tómas gerði það, opnaði ManS' el kýraugun — þau voru sex, öll afar U1 ■ Þá lyfti hann Shamer upp, lagði hann a gólfið og lét andlitið snúa að káetuopinn og hengdi síðan jakka Górillunnar upp a nagla. r „Vilduð þér taka við stýrinu og senda Carsov hingað inn? Þegar þér hafið átta yður, þá beygið burt frá ströndinni og slökkvið á ljóskerunum. Það er skip sPoi korn í burtu, annars sé ég ekki neitt. Tómas gerði eins og honum var sagt 'V' og það var það síðasta sem hann sa 1 Górillunnar. Carsov lét sig síga niður í vatn ið og dró manninn upp að ströndinm- Mansel kom aftur á þiljur. „Það hlýtul að vera negla einhvers staðar, en ég 8 ekki fundið hana, svo að þér eruð neyd ur til að gera gat á skipsbotninn. Ég ska halda á luktinni á meðan þér gerið Þa ’ Þetta er veikbyggður bátur, svo að Pa ætti ekki að taka langan tíma.“ Að nokkrum mínútum liðnum hafði Tom as losað um fjöl með kúbeini, svo að vatn ið fossaði inn. Tómas hörfaði í skyndi nokkur skref a t ur á bak. „Já, það er óþægilegt að blotna,“ sa^ Shamer vingjarnlega. Tómas snéri sér við og mætti augnara hans. „Ég hef ekkert samvizkubit af Þ%1 að senda yður ofan í djúpið,“ sagði hann- „Auðvitað ekki. Og vinur yðar, Mar teinn?“ „Hann hefur um annað að hugsa einS og er,“ svaraði Tómas, „en honum þy 11 mjög leitt að geta ekki verið viðstaddui- „Ég samgleðst yður með aðstoðarmenn yðar.“ 198 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.