Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 33

Heimilisblaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 33
Búið til lítil teppi og mottur í saumavélinni. eru margar aðferðir við teppa- og mottu- ^erð, en engin er líklega eins einföld og þessi. Það eina sem þér þurfið, er 15—20 cm langur gaffall saumavél, og helzt rafknúin saumavél, svo að þér getið haft báðar hendur frjálsar. Þessi gaffall, ®ern þér sjáiS á myndinni, er að vísu ófáanlegur er á landi, en hœgt er að fá hann smíðaðan með tlum tilkostnaði í hvaða smiðju sem er. Þér gœt- !ð Þess að hafa klaufina á honum jafn breiða fœt- lnUm á saumavélinni, Það er þó ekki nauðsynlegt 1 Saffallinn er smíðaður úr þunnu og sveigjanlegu nl og verður hann þá auðvitað liprari í notkun nreidd er 2%—3 cm). Þér fáið yður hessianstriga °S frekar gróft ullargarn, síðan vefjið þér bandinu UPP á gaffalinn, leggið hann á strigann og saumið tii' klaufinni. Þá dragið þér gaffalinn út, þó ekki Veg, og haldið áfram að vefja. Þannig saumið þér r°ð eftir röð. Með þessu móti er hægt að gera fall- egar mottur, einlitar eða mynstraðar (röndóttar). Hér er saumað með svörtum og gulum röndum. Þessi gaffall á myndinni er svo fullkominn, að á honum er hnífur, sem klippir upp úr um leið og hann er dreginn til, en það er ekki svo mikið verk að klippa bara upp úr, þegar mottan er fullgerð. ^*egar við erum að flýta okkur . . . . Ef þér getlið að laga jafning á grænmeti og haf- j ekkert mjöl við hendina, getið þér auðveldlega yst úr því. Rífið niður í pottinn nokkrar litlar Kartöflur eða eina stóra og látið það sjóða með — °g vandinn er leystur. Ef þér þurfið að brúna lauk á buffið í hvínandi ÚTVEGSBANKI ISLANDS H.F. Austurstræti REYKJAVlK ' Útibú: Laugavegi 105 ásamt útibúum á Akureyri, Isafirði, Seyðisfirði og Vestmannaeyjum. Annast alls konar bankavi'Sskipti Sparisjóðsdeild bankans í Reykjavík er opin alla virka daga, nema laugardaga, frá kl. 5—7 síðdegis auk venjulegs viðskiptatíma. Bankinn hefur geymsluhólf til leigu. hvelli, þá stráið örlitlum sykri yfir hann, og þér munið undrast, hvað það flýtir fyrir. Ef þér ætlið að nota saxaðar möndlur í jóla- baksturinn, skuluð þér reyna að strá sykri á brett- ið, sem þér saxið þær á, þá spýtast þær ekki eins út í allar áttir, og þér losnið við að þurfa að vera að safna þeim saman. HEIMILISBLAÐIÐ — 209

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.