Heimilisblaðið - 01.07.1959, Blaðsíða 2
SKUGGSJH
Hitasóttarsjúklingur-
inn kvefast ekki. —
Engan dragsúg! hugs-
ar margur nú til dags
sem annast sjúkling.
Þá er gluggum og
hurðum lokað, og
vesalings fórnarlamb-
ið vafið inn í alls-
kyns ábreiður upp að
nefi og þannig verð-
ur það að berjast við
að ná heilsunni í
þessum hitabeltishita. Þó ættu allir að vita fyrir
löngu, að hreint loft er hollt fyrir þann, sem liggur
í rúminu með hita. Þegar á 19. öld uppgötvaði hinn
frægi barnasjúkdómalæknir, Adalbert Czerny, þetta,
þegar sveitakonurnar komu með börnin sín, sem
voru með hitasótt, til hans langar leiðir í roki og
kulda. Litlu sjúklingarnir, sem komust strax á
heilsuhælið hans, voru miklu lengur að ná sér en
„vesalings“ þjáningarbræður þeirra, sem hann lét
ekki vera á hælinu og urðu að fara hina löngu leið
heim til sin aftur með hinum áhyggjufullu mæðr-
um. Hreint loft er nefnilega eitt mesta lækninga-
meðal í heiminum. En hver hagar sér í samræmi
við það ? Hverjir eru það, sem ekki tylla sér strax
niður við ofninn, þegar þeir fá alvarlegt kvef, fullir
sjálfsmeðaumkvunar, í stað þess að ganga nokkur
skref úti í hreinu lofti? Því að ef sjúklingurinn
gengur dálítinn spöl, finnur hann fljótt, að hann á
aftur miklu auðveldar með andardráttinn. Göngu-
ferð í hreinu lofti — auðvitað með munninn lokaðan
eins og segir sig sjálft — veldur engum kvefsóttar-
sjúklingi tjóni. Hins vegar verða áhrifin þveröfug,
ef sterkt sólskin er. Sama máli gegnir enda þótt
kvikasilfrið í mælinum hoppi upp úr öllu valdi! :
sjúklingnum er nú mátulega heitt, æðarslögin eru
tíðari, blóðrásin örvast, hann getur sem sagt alls
ekki kvefazt. Enda er ,,hitasóttin“ enginn sjúkdóm-
ur í sjálfu sér, heldur læknisaðgerð sjálfs líkamans.
Það er alveg eðlilegt
að vera annars hug-
ar... — Piparsveinn-
inn, sem er efna-
fræðingur að atvinnu
er að matreiða í sig
morgunverðinn. — Á
meðan hann fæst við
potta og skeiðar eru
hugsanir hans fyrir
löngu bundnar við
rannsóknarstofuna. -
Mælitæki og tilrauna-
glös birtast honum og alls konar formúlur svífa fyrlf
hugskotssjónum vísindamannsins. Handtök þau, seB>
nauðsynleg eru til að hita morgunkaffið, eru hoO'
um alveg ósjálfráð. Þegar vatnið sýður á katlinuJB'
hellir hann öllu vatninu í vaskinn. Hann var aftur
— „annars hugar“. Hefðuð þér ekki getað veri®
utan við yður líka? Þetta kemur ekki aðeins fyrir
vísindamenn.
Ef maður hugsar mikið um eitthvað vandarnóli
þá vinnur líkaminn að meira eða minna leyti ósjálf'
rátt. Maður getur framkvæmt ákveðin handtök, en
stjórnina vantar. Það eru ekki nema fáir sem Sets
framkvæmt ýmis mismunandi verkefni samtiBUs’
Cæsar tókst að lesa þremur bréfriturum fyrir saxo'
tímis. Vísindaleg störf leyfa ekki slík samhliða verk'
efni. Strax og hugurinn beinist annað, er ekki unnr
að samræma markmiðið og sjálfa framkvæmdinS'
Maðurinn heyrði vatnið sjóða. Ósjálfrátt tók han°
ketilinn upp með hendinni. Hann sér vaskinn
hellir öllu vatninu niður. Þar sem hann gleymdi a®
hella vatninu fyrst á kaffikönnuna, en bara því sei°
umfram var í vaskinn, er þetta merki þess að han11
var að brjóta heilann um eitthvað annað alveí>
óskylt efni. Þannig starfar hugurinn oft á tíðuB1
algerlega sjálfstætt. Tvískipting hugans, annars veí'
ar hugleiðingar um vísindaformúlur og hins vegar
starfsemi undirvitundarinnar, sem fékkst við mat'
argerðina, olli því að maðurinn hafði ekki eðlileí9
sjálfsstjórn við þetta sérstaka verkefni, undirbúniní
máltíðarinnar. Og þá skeði óhappið . . .
Því minni sem harð'
stjórinn er, þeim nJUn
voldugri er hann. '''
Hafið þér nokkru sinnl
heyrt um klúkku-vís'
indi ? Þau fjalla unl
mesta harðstjóraU11’
sem sagan kann frá
greina, og sagt
hinn minnsti
þeirra, sem sé ari11
bandsúrið, kúgi okkur
einna mest. Frá því við fórum að bera þetta s11111
gerða undur tækninnar á úlnliði okkar, höfum vl
engan frið lengur. Það verður að segja okkur til upl
allt. Forfeður og mæður þess voru vatnsúr Bab>
loníumanna, sólar- og sandklukkurnar, já, meira n
segja hið fræga Niirnbergs-egg og gömlu dingul'
klukkurnar og þær voru vissulega annars eðlis en
armbandsúrin. En armbandsúrið og hinn stærri fe'
lagi þess, vasaúrið, krefjast eftirtektar okkar refj9'
laust. Fyrst og fremst heimta þau nákvæma uin'
Frh. á bls. I41,
er
meðs*
HeimilisblaSi& kemur út annan hvern jn^'\
uð, tvö tölublöð saman, *
blaSsíður. Verð árgangsins er kr. 50.00. í lausasob'
kostar hvert blað kr. 10.00. Gjalddagi er 14. aPT‘ '
Utanáskrijt: Heimilisblaðið, Bergstaðastrœti 27, P°st
hólf 304, Reykjavík. — Prentsmiðja Jóns HelgasonaT'
134
heimilisblaðií)