Heimilisblaðið - 01.07.1959, Side 6
breytast samtímis í hnetur, fást líka full-
þroskaðar hnetur öðru hverju allt árið, eða
5—6 mánaðarlega af hverju einstöku tré til
jafnaðar. Stundum þó lítið eitt fleiri.
Ef pálmarnir eru ekki of háir, er hnet-
unum náð þannig, að sprotarnir, sem þær
hanga á, eru klipptir í sundur með skaft-
löngum skógarklippum. En náist nú ekki
til þeirra með slíkum tækjum verður að
senda Malaja upp í trén.
Og hér komum við aftur að því sama og
áður. Ef Evrópumaður færi upp í pálma-
krónu með sama hætti og Malajar, yrði að
líta á það sem hvert annað meiri háttar af-
reksverk, sem aðeins örfáir væru færir um
að leysa af hendi, en meðal Malaja er þetta
ákaflega hversdagslegt og sjálfsagt að allir
geti það. Þeir hafa dálítinn spotta af spansk-
reyr í annarri hendinni, slá honum aftur
fyrir pálmastofninn og grípa endann með
hinni hendinni. Síðan halla þeir sér vel aftur
á bak, beygja sig í hnjánum, spyrna berum
iljunum í stofninn, og labba síðan af stað,
eins og ekkert sé um að vera. Þeir kippa
lítið, eitt í spanskreyrspottann til þess að
láta hann færast upp stofninn jafnframt sér,
og svona halda þeir áfram alla leið upp að
pálmakrónunni.
Þetta er allt og sumt. Svona er þetta ein-
falt. En hver treystir sér til að leika það
eftir?
Stundum höggva Malajar lítils háttar
stalla í allra hæstu pálmana til þess að hafa
ofurlitla fótfestu utan á stofnum þeirra, er
þeir klifrast upp eftir þeim. Stundum sjást
þeir líka hlaupa upp pálmastofna án þess
að nota spanskreyrsspottann til stuðnings,
aðeins með því að styðja sig með höndunum,
en til þess að þeir geti það verða stofnarnir
að hallast dálítið. — Nú er það svo, að pálm-
ar vaxa undantekningarlaust beint upp (lóð-
rétt). Hafi pálmi t. d. dottið nærri því á
hliðina án þess þó að ræturnar hafi losnað
upp úr jarðveginum, þá má gera ráð fyrir,
að hann haldi samt áfram að vaxa, en ekki
í þá stefnu, sem stofninn vísar, heldur beint
UPP, og það þó að beyjan eða hnéð, sem við
það hlyti að koma, myndaði rétt horn eða
yrði jafnvel ennþá krappari.
Þegar Malajinn, sem sendur er upp í kók-
ospálmann til að ná í þroskuðu hneturnar,
er kominn upp undir krónuna, grípur han»
til hnífs síns, sker sundur sprotann, seH1
þær hanga á, og lætur þær falla til jarðaP
Sé hann í vafa um einhverja þeirra, hvor*
hún sé orðin tæk, hristir hann hana lítið eitt
án þess að losa hana, og heyrir þá á þvl’
hvernig mjólkin gutlar innan í henni, hvoft
svo er eða ekki.
Það á sér líka stað — þó ekki á venju'
legum búgörðum hjá Norðurálfumönnum
að apar eru vandir á að fara upp í pálma'
krónurnar eftir þroskuðum hnetum. Áður
en apinn er sendur af stað, er grönnu band1
hnýtt um hann miðjan og sá, sem stjórna1,
honum, stendur við tréð og heldur í það’
Þegar upp kemur, fer apinn að þreifa á hnet'
unum, og þegar hann snertir á þeim, seia
á að taka, kippir stjórnandinn lítið eitt 1
bandið. Hann verður því að geta dæmt u111
það, þar sem hann stendur niðri á jörðu,
hvort hneturnar eru orðnar nægilega þrosk'
aðar. En aparnir læra að vísu smám safflaí
sjálfir að greina mjög nákvæmlega á mid1
þeirra.
Þar sem apinn hefur ekki hníf meðferði5
til að losa hneturnar, verður hann að beita
sínum ágætu tönnum og bíta sprotann suu°
ur. Stundum er hann þó helzt til seigur, elJ
þá tekur apinn til sinna ráða og snýr upP 3
hann fáeina hringi. Við það verður stilku1"
inn oftast svo viðráðanlegur, að honU111
tekst að ná honum í sundur.
f K
Þegar kókoshnetunum hefur verið ua,
niður úr pálmakrónunum, eru þær fluttar 11
sérstakan stað, þar sem þær eru látual
liggja um tíma. Sums staðar er þeim kom1
þangað þannig, að þeim er hent í uppþuffl'k
unarskurð á plantekrunni, þegar þær el'U
teknar niður, og hagar þá svo til, að Þ8^
berast með straumnum í skurðinum, þanga^
sem þær eiga að vera fyrst um sinn. En 3
gengast er, að þeim sé ekið þangað í kerllJ
og uxa beitt fyrir.
Þarna eru hneturnar látnar liggja í fáelP
ar vikur. Þær halda áfram að þroska
þennan tíma. Nú hverfa t. d. síðustu leifa1^
ar af sykurefnunum úr mjólkinni og samelJl
ast kjarnanum. Eftir það hefst fyrst aða ^
vinnan við það að gera þetta að verzluna1
vöru, en hún er fólgin í því að ná kjörnu^
um út úr sjálfum hnetunum, þurrka þa
fí>
138
HEIMILISBLAí1