Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1959, Síða 8

Heimilisblaðið - 01.07.1959, Síða 8
góða atvinnu við það að losa þá til fulls, flokka þá eftir gæðum og ganga frá þeim að öðru leyti til útflutnings. Kókoshnetukjarnarnir eru líka oft þurrk- aðir við sólarhita. Þá er oftast hafður tré- pallur til að raða þeim á og færanlegu þaki, sem rennur til á hjólum og teinum, skotið yfir hann, þegar rignir. Sömuleiðis er mjög algengt að hafa báðar þessar þurrkunar- aðferðir samtímis á sama stað. Eru kjarn- arnir þá fyrst þurrkaðir á steinpallinum við hitann frá eldinum, en látnir út í sólskinið til að þorna betur, þegar búið er að taka þá úr steinunum. — Þar sem búskapurinn er í smáum stíl, er notazt við stórar pönnur úr gömlu bárujárni við þurrkunina, sem born- ar eru út og inn eftir því sem viðrar. Stundum er lögð sérstök áherzla á það að þurrka kjarnana á sem allra skemmstum tíma. Þá eru þeir skornir í þunnar sneiðar strax og til þeirra næst og síðan þurrkaðir. Hráefnið, sem fæst með þessari aðferð, er angansætt og ilmandi, og haft í kókos- makrónur og annað því um líkt sælgæti, enda er þetta verðmætasta og vandaðasta framleiðslan á þessu sviði. Kókoshnetusteinarnir eru því sem næst kúlumyndaðir að lögun. Þegar þeir hafa verið klofnir til helminga og kjarnarnir los- aðir úr þeim, eru þeir útlits eins og hverjar aðrar snotrar matarskálar. Malajar nota Þa líka fyrir alls konar ílát, þar á meðal til a^:" hins sama og Evrópubúar hafa bolla, diska og annað því um líkt tilheyrandi borðbuö' aði. Efnið í þessum steinum er mjög hart í sér, en bæði létt og þunnt. Skálarnar því ágæt drykkjarílát, sömuleiðis til a, geyma í þeim mat og til margs annars, ekk1 einasta fyrir Malaja, heldur hvern sem er' Nú á tímum er það orðið alltítt í Malaja löndunum, að þeir innbornu eigi sjálfir UtJ ar gúmmítrjáa-plantekrur, og þar nota Þe{' ekki önnur ílát en þessar skálar und11 gúmmílöginn. — Nema ef til vill ef sv'u skyldi vilja til, að Evrópumenn væru 1 grenndinni með stóra gúmmí-plantekru, eíl hefðu gleymt að merkja postulínsskálarna1' sem þeir hafa til að safna í þessum dýrnaas^ vökva. Skálarnar úr steini kókoshnotarinnar el"U vel til þess fallnar að laga þær til og skrey|a á ýmsan hátt. Malajar leggja líka mik stund á það og með góðum árangri. Þe>í gera úr þeim fáguð og glampandi tóbaks ílát, eða skrautskálar með fögrum útskm og fleira þess konar og vegna mikillar efbr spurnar selja þeir mjög mikið af þessU1^ smíðisgripum, einkum ferðamönnum Evrópu, sem kaupa þá til minja. En þess verður að geta, að Malajar fel11

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.