Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1959, Síða 20

Heimilisblaðið - 01.07.1959, Síða 20
Fullur fjandskapur EFTIR kvöldverðinn gekk ég með hinum há- vaxna dýralækni dr. Baumgart frá búgarði hans niður að veiðiánni. „Ef sá hlutur gerist í kvöld, sem ég held að muni ske, þá muntu sjá nokkuð, sem ekki er unnt fyrir þig að upplifa á hverjum degi,“ sagði Baumgart. „Við verðum að minnsta kosti að hafa mjög hljótt um okkur og fara mjög varlega." Við gengum yfir kjarrgróðurbelti. Það glitti draugalega í þurra raunnana í skini tunglsins, sem reis hægt upp á stjörnubjart- an himininn. Hin stórkostlega kyrrð hinnar suðurafríkönsku nætur var einstaka sinnum rofin af eymdarlegu sjakala-góli. Við kom- um niður að árbakkanum, en vegna þurrka- tímans var áin uppþornuð og við horfðum á sandbotninn. Út á miðjum árbotninum stóð lítil eyja og ber trjábolur teygði grein- arnar eins og krumlur út í loftið. „Sérðu kringlóttu hlutina þarna á grein- inni yfir eyjunni?" spurði Baumgart í lág- um hljóðum, og benti gegnum skógarrjóðrið, sem huldi okkur. „Já — nú sé ég þær,“ svaraði ég eftir að hafa rýnt vandlega á staðinn. „Slæðu-uglur,“ hvíslaði læknirinn. „Ef mér missýnist ekki svo um munar, þá sitja þær fyrir erfðafjanda sínum, eiturslöngunni. Eg sá för eftir slönguna í sandinum. Þær eru búnar að vera hér á varðbergi í tvo sólar- hringa. Vertu alveg grafkyrr!“ Á meðan við biðum og tunglið steig hærra, blönduðust hýenu-hljóð góli sjakalans. Það glitti nú á hinar hreyfingarlausu uglur í tunglsskininu. Við vorum þegar búnir að bíða í rúma klukkustund, þegar hin sterk- lega hendi dýralæknisins greip um hand- legginn á mér. „Hún kemur,“ hvíslaði hann. „Hún kem- ur út úr fylgsni sínu. Já — það er eitur- slanga . . .“ önnur uglan rak upp siguröskur og rauf þannig næturkyrrðina, um leið og hún steypti sér niður á slönguna, sem var algjör- lega óviðbúin þessari skyndilegu árás. Uglan rak hvasst nefið í haus eiturslöngunnar, seU1 hvæsti af sársauka. I sömu andrá læsti hi® uglan klónum í skrokkinn á slöngunni °& lyfti henni upp nokkrar sekúndur. Því nse^ læsti uglan klónum fast utan um háls slöní' unnar rétt fyrir aftan hausinn. Uglurnar ráku hin sterku, bognu nef miskunnarlaus^ í slönguna. Enn einu sinni þandist slönguskrokkurin11 út, áður en hann var tættur í sundur. Í'í sá hinar bognu eiturtennur greinilega nn1 leið og slagan hvæsti í síðasta sinn. Þá ré<5' ust uglurnar með ofsalegri græðgi á erfða' fjandann, sem engdist sundur og samaI1 þarna í sandinum, og rifu hana í sig. Ég var enn titrandi af æsing yfir þessu stórkostlega sjónarspili þegar ég ætlaði a leggja eina spumingu fyrir dýralækninn, eíl þá brá fyrir skugga á árbotninum — þetts var sjakali. Að lokum hljóp hann með stuttUi hásu gelti að orrustuvellinum. Uglurnar flugu upp dauðskelkaðar. Þega' þær höfðu áttað sig á hver hafði ónáðu þær, steyptu þær sér óhikað niður á hanUj Sjakalinn hypjaði sig í burtu urrandi gremju, á meðan uglumar snertu hausinu honum með sterkum vængjunum og gðrg uðu hátt. „Komdu, þær eiga að fá að njóta sigurS síns,“ sagði læknirinn. „Þær eiga það skih ' Bit eiturslöngunnar veldur næstum alh9 dauða manns eða dýrs. Það er ekki neU13 152 HEIMILISBLA015

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.