Heimilisblaðið - 01.07.1959, Page 28
um leið og þau gengu að dyrum vinnustof-
unnar. „Þér lxtið prýðilega út. Það lítur út
fyrir að yður líki vel lífið í New York.“
„Hvar hafið þér verið allan þennan tíma?“
Elín leit ásakandi á hann. Þegar hún hugsaði
um það, varð hún sjálf undrandi á því hvað
þessi hálfi mánuður í New York hafði breytt
henni. Fyrir hálfum mánuði síðan hefði
henni aldrei dottið í hug að tala svona frjáls-
lega við tiltölulega ókunnugan mann eins og
Hrólf Hayward núna. Það hlutu að vera áhrif
frá Maríu, en annars veittist Elínu það létt.
Henni fannst hún hvað eftir annað vera eins
og fiðrildi, sem er nýskriðið úr púpunni og
finnur sér til mikillar gleði að vængirnir gátu
borið það.
„Eg er búinn að vera hérna í hálfan mán-
uð,“ hélt hún áfram, „og þér hafið ekki einu
sinni rekið nefið inn fyrir.“
Hrólfur leit á hana og sagði: „Eg vildi
heldur bíða þangað til þið Jón væruð búin
að venja ykkur hvort við annað. Hvernig
gegnur það, Elín? Er mjög slæmt að vera
hér?“
Hún hristi höfuðið alvarleg á svipinn.
„Nei, mér líkar vel að vera hér. Bróðir
yðar er byrjaður að vinna, og í dag hefur
mér tekizt að fá hann til að aka út á sval-
irnar og sitja í sólinni."
„Aka?“ sagði Hrólfur undrandi.
Elín kinkaði kolli. „Já, ég fékk hann til
að kaupa hjólastól — einn af þessum nýju
með stórum hjólum, sem maður getur ekið
sjálfur.“
Hrólfur lagði höndina á handlegg hennar
og leit á hana. „Þér hafið komið ótrúlegu
til leiðar. Eg hef sjálfur stungið upp á hjóla-
stól, en hann þoldi ekki einu sinni að heyra
það nefnt. Honum hefur sennilega fundizt
það minna sig óhugnanlega á það að hann
væri fatlaður. Jæja, situr hann úti á svölum
og sleikir sólskinið?“
„Já, ásamt Surti. Það er hundurinn minn,
dásamlegur lítill hvolpur. Bróðir yðar er
mjög hrifinn af honum.“
„Já, einmitt, það lítur út fyrir að búið
sé að taka alla fjölskyldima í fóstur,“ sagði
Hrólfur. „Jæja, ég fer út til hans. Ég hef
fréttir að færa.“
„Vonandi ekki slæmar fréttir ?“
„Það er eftir því hvernig maður lítur á
málið. Ég fer til Flórída og verð þar í nokkra
mánuði.“ Hann leit á hana.
Elín setti upp hlægilegan skelfingarsvip'
„Hamingjan góða, New York verður hrein-
asta eyðimörk án yðar.“
„Munuð þér sakna mín, Elín?“
„Óskaplega.“
Það var svo ýkt að Hrólfi þótti miðui’i
en hann lét eins og hann tæki orð hennar
alvarlega.
„Ég mun einnig sakna yðar, Elín.“ Hann
lagði handlegginn utan um hana og þrýst'
henni að sér, þannig að það gat vel verið
aðeins vináttumerki, en samt gerði það Elín11
órólega.
„Horfið á mig, Elín.“
Hún leit á hann með skærum gráum aug'
unum. Ég vona að hann kyssi mig ekki, hugs'
aði hún óróleg. En það var einmitt það, seU1
hann gerði. Áður en hún gat afstýrt þvl'
beygði hann sig niður og kyssti hana a
mxmninn.
Elín hélt niðri í sér andanum. „Af hverju
gerðuð þér þetta?“ Hún dró sig úr faðru1
hans og horfði ráðvillt á hann.
Bros hans var dálítið hikandi. „Af því a^
þér eruð óvenju falleg og indæl stúlka, og
ég gæti án minnstu áreynslu orðið ástfang'
inn af yður.“
„Hvaða vitleysa er þetta---------“ byrh
aði Elín, en hætti svo snöggt. Hrólfur fylg^1
skelfdur augnaráði hennar og sá bróður sinU
líta undan og snúa hjólastólnum við. Hon'
um var ljóst að Jón hafði séð hvað fram for’
og hann fann á sér að aumingja hjálparvana
Jón væri afbrýðisamur.
Hann leit á Elínu sem var orðin rjóð 1
kinnum. Hún hafði auðsjáanlega það sama a
tilfinningunni. f nokkrar sekúndur var loftið
eins og hlaðið rafmagni.
Hrólfur yppti öxlum og gekk rösklega °g
blístrandi út til bróður síns, og Elín heyrð1
hann tala um nýja fallega hjólastólinn. Eu
svo skellti vindurinn dyrunum aftur, svo að
hún heyrði ekki meira af samtalinu. Hna
náði sér í blað og hringaði sig með það 1
einum djúpu hægindastólanna, en hún la°
ekki í því. Hún sat grafkyrr og hélt fast nP1
blaðið og það var hrukka á milli dökkra
augnabrúnaima.
Án þess að geta gert sér grein fyrir hvei’s
HEIMILI SBLAÐ15
160